Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Side 29
27
Tið kauptúnin. Það yrði einnig auðgerðast í samvinnu
þannig, að garðarnir yrðu látnir liggja saman, þannig
.að hægt væri að koma við plægingum og annari hesta-
vinnu, sem keypt væri í félagi af bændum. En hand-
vinnu annaðist hver í sínum garði og réði því, hvernig
rækt hans væri hagað. Við það að garðarnir lægju
saman, sparaðist girðing og vinnan í þeim yrði skemti-
legri. Þannig má með samvinnu sameina hagsmuni
■við atvinnurekstur í stóruxn og smáum stíl. Skilyrðin
fyrir því að þetta sé hægt, vantar ekki. I grend við
ikauptúnin er mikil auðræktanleg og enn þá tiltölulega
ódýr jörð. Það er í kauptúnunum hægt að fá mikinn
áburð, og oft mikið af þara og slógi til áburðar, og
iþað er í kauptúnunum margt kvenfólk, sem vel gæti
ifórnað nokkrum stundum til þess að hirða gai'ð, og
ifjöldi af unglingum, sem hafa ekkert að gera, en hefðu
gott af því að annast garð.
Ef verkamannahreyfingin gengi í þá átt að gera
verkamenn efnalega sjálfstæða með nokkuð líkum hætti
og hér hefir verið bent á, og ef hún yi’ði ópólitísk
hreyfing, ættu verkamenn visan stuðning þjóðfélagsins
í þessu þjóðnýta starfi. Ef verkamenn yrðu eigandi
stétt, væri verkamannamálið leyst i höfuðatriðum. Þá
mundu verkamenn standa alt öðru vísi að vígi gagn-
vart vinnuveitendum viðvíkjandi launahækkunum en
mú rneðan þeir hafa ekkert að bakhjarli.
Það var tilgangurinn með þessum orðum að gefa
mönnurn kost á að sjá lxvað félagshyggjan, sem rang-
lega er kölluð jafnaðai’menska, er, en ekki að gefa ráð.
En eg get ekki stilt mig um að minnast á eitt atriði
enn. Það er hlutakerfið. Því er þannig háttað, að
.nokkuð af vinnulaununum er goldið þannig, að vei’ka-
menn fá hluta i ágóða fyrirtækisins og þennan ágóða
;fá þeir að láta standa inni í fyrirtækinu og bera þar
sama ávöxt og annað fé, sem lagt hefir verið í fyrir-
.tækið. Þannig nálgast verkamenn smátt og smátt að