Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Side 32
30
því, að taka við völdum og mynda stjórn. Mest er
vert um það, að innan sjálfs fiokksins hafa komið upp*
háar raddir, sem hafa afneitað lærdómssetningum hans-
í hverju einasta atriði, enda þótt þær hafi ekki fengið
neitt bergmál innan flokksins. Auk þessara árása á
flokkinn hefir myndast svokallaður ung-socialismi innan
flokksins. Þeir játa öll atriði í kenningum Marx, en-
draga af þeim nýjar æsingaályktanir. Þeir vilja að
stéttabaráttan sé gerð að aðalmáli og að verkamanna-
félögin geri sig sérstaklega að forgangsmönnum hennar.
Meðan sameignarþjóðfélagið er ekki komið á, leggja
þeir til, að verkamenn reyni að bæta kjör sín með því
að gera vinnuveitendum alt mögulegt tjón, með því að'
svíkja vinnuna, eyðileggja vélarnar, með allsherjar verk-
föllum og með því að banna þeim, sem vinna eða taka
menn í vinnu þegar verkfall er, öll bjargráð. Þessi
stefna hefir breiðst til allra landa og vex mjög fylgi,
einkum í verkamannafélögum.
Þegar nú íslenzkir verkamenn fara að reyna að
bæta kjör sín, er ekki hægt að óska þeim neins betra
en þess, að þeir byggi starf það á hagfræðislegri þekk-
ingu, en ekki á kerlingabókum stórborgaskrílsins í út-
löndum.