Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Page 33
Um verzlun.
[Grein þessi birtist i Timanum 3.-7. tölublaði, en með þvi að%
hún hefir vakið allmikla eftirtekt og orðið upphaf að blaðadeilum,
þykir við eiga að birta hana hér i heiid sinni].
Inngangur.
Xæst heilsu og tíðarfari mun almenningur eiga
mest undir verzluninni, og fara menn þá nærri um það,.
að eigi muni á sama standa hvernig henni sé farið.
Sú er þó bót í máli að mennirnir geta sjálfir miklu um
hana ráðið. Illa verzlun má heimfæra undir sjálf-
skaparvíti.
Löngu er nú af sú tíðin, þegar hver reyndi að sjá
sér og sínum farborða með eigin framleiðslu, og mjög
er dregið úr vöruskiftaverzluninni. í stað þess kaupa
menn nú og selja fyrir hinn algenga gjaldmiðil — fyrir
peninga.
Allri framleiðslu er nú breytt í peninga, en fyrir
peninga fæst aftur alt sem keypt verður, og því ekki
nema von að allir vilji ná í sem mest af þeim.
Þótt stórvægileg framför væri fólgin í verzlunar-
frelsinu sem loksins fekst fyrir 60 árum síðan, þá vant-
ar þó mikið á að íslenzk verzlun hafi náð nokkurri
fullkomnun, heldur er henni mjög áfátt og í mörgum
greinum.
Alstaðar í heiminum, þar sem nokkuð er um slíkt
hugsað, er stefnt að því að gera verzlunina milliliða-
lausa, framleiðandi selji notanda. Með þeim hætti ynn--