Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Page 34
32
•jst það tvent, að framleiðandinn fengi sannvirði fyrir
•vöru sína, og notandi hins vegar vöruna með sannvirði.
Allir vita nú hve skamt þetta er komið hjá okkur.
Almenningur selur fisk, kjöt, smjör og sild hér heima,
án þess að hafa nokkra hugmynd um hvaða verði þetta
er selt þeim sem neyta þess á endanum — milliliðirnir
þetta margir.
Og sama er að segja um aðkeyptar vörur. Al-
menningur hefir ekki hugboð um upphaflega verðið.
Enda er hér aragrúi af mönnum sem lifa góðu lífi
á því einu, að kaupa og selja — selja dýrara en þeir
keyptu. En verst af öllu er þó það, að þeir selja fyrst
hverir öðrum, áður en almenningur kemst að kaup-
unum.
Er hér átt við smákaupmenn, sem oft og einatt
kaupa af stærri verzlunum, kaupmenn, stórkaupmenn,
umboðssala og heildsala.
Hvað mun nú valda þessu ólagi sem er á verzlun-
inni. Ekki það, að margur maðurinn sjái ekki gallana
sem á henni eru. Margan efnismanninn hefir eflaust
dreymt um það að láta gott af sér leiða með því að
ráða hér bót á. Og margur hefir freistað þeirrar gæfu.
En hvað er það þá sem veldur.
Það er fólldð, almenningur, og er hörmung til þess
að vita.
Mörg dæmi mætti telja. Eóg að nefna eitt. Ein-
okun var komin á steinoliuverzlunina, og einokunarað-
staðan ekki látin ónotuð. Tók Fiskifélag ísland sig þá
til, í samvinnu við Th. Thorsteinsson kaupmann hér í
bænum, og keypti steinolíufárm frá Ameríku til þess
að draga úr mætti einokunarvaldsins. Híð isl. stein-
olíulilutafélag hafði selt olíuna á 38 kr. áður en sam-
keppnin kom til sögunnar. Fiskifélagsolían kostaði 35
kr. Steinolíufélagið vissi nú hvernig það átti að fara að,
setja sina olíu niður í 34 kr. Það mundi nægja. Og
það nægði. Það varð til þess að Fiskifélagið gat ekki