Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Page 36
34
Engan skyldi nú undra, þótt í svona járðvegi þrif:-
ust óþarfa milliliðir, og þrifust vel.
Enn þetta er sem betur fer að breytast,. menn læra
af reynslunni og smá taka sönsum.
Menn eru farnir að festa auga á markmiðinu, að'
verzla að sem allra mestu leyti milliliðalaust, og þegar
farnir að vinna að því.
Kaupmenn, stórkaupmenn, umboðssalar og heild--
salar eiga að hverfa úr sögunni og gera það. En þeirri
byltingu verður ekki komið á i svip, og á ekki að.
koma á í svip.
Kaupmenn sem nú lifa þurfa ekki að óttast að' getat
ekki haldið áfram að lifa af verzlun, þótt smáfærist í
hitt horfið, að menn eignist verzlunina sjálfir, framleið-
endur og notendur. Og ekki er lífsstaðan sú það þrosk-
andi né siðbætandi, að það geti orðið menningunni
skaði að hún hætti blátt áfram að vera til.
Fyrst um sinn verður hér aðallega þrenns konar
verzlun, kaupmannaverzlun, kaupfélagsverzlun og lands-
sjóðsverzlun. Skal nú vikið að þessum málum nánar.
Frjáls samkepni.
Þegar heljartökum einokunarinnar varð létt af, þá
mun það hafa verið hugsjónin um blessun frjálsrar
samkeppni, sem gefið hefir mönnum þróttinn til þess
annarsvegar að vinna bug á eigingjörnum hvötum þeirra
manna, sem auðgast höfðu á fyrirkomulaginu eins og
það var, og hinsvegar á sinnuleysi þeirra sem kúgaðir
höfðu verið svo, að þeim hálf hraus hugur við öllum
tilbreytingum.
Og mikil hefir hún verið sigurgleðin mannanna
sem báru það mál fram til sigurs.
Við höfum nú í 60 ár búið að þeim sigri, og búum.
að honum enn.