Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Qupperneq 37
35
En vísast er það þó, að forgöngumennirnir hafi
gert sér enn glæsilegri vonir um afleiðingar hinnar
frjálsu samkeppni, en raunin hefir orðið á.
Lengi framan af, eftir að verzlunarfrelsið var feng-
ið, var verzlunin öll að heita mátti eign útlendinga, og
lítið bar á frjálsu samkeppninni. Var þetta eðlilegt, því
að bæði var fátt um verzlunarfróða íslendinga um þetta
leyti, menn sem glögg deili vissu á því hvers virði er-
lenda varan í raun og veru var, og þó kanske enn
síður á hinu, hvað hægt væri að hafa upp úr íslenzku
vörunni. Og hinsvegar sárfáir menn með þá aðstöðu
efnalega, að þeim hefði orðið það kleift að koma á fót
verzlunum er kept gætu við erlendu verzlanirnar.
Af þessum ástæðum urðu erlendu selstöðuverzlan-
irnar einvaldar fyrst í stað.
En smátt og smátt fór að færast hér í lag. Inn-
lendum mönnum fjölgaði er þekkingu höfðu á verzlun,
efnahagurinn skánaði og menn fóru að treysta sér bet-
ur. Fyrsta verulega tilraunin mun hafa verið stofnun
Gránufélagsins, og varð hún til þess að bæta til muna
verzlunina á Norður- og Austurlandi. Og víðar risu
upp innlendar verzlanir er kept gátu að nokkru við
erlendu verzlanirnar.
En lengi framan af er saga þessara verzlana hálf-
gerð raunasaga. Þær áttu erfitt uppdráttar af mörgum
ástæðum. Atvinnuvegirnir voru á lágu stigi, landbún-
aður og sjávarútvegur áttu alt sitt undir árferði, kunn-
áttan og áhöldin svo ófullkomin þar, en með þeim af-
urðum varð að gera verzlununum skil, ekki voru pen-
ingastofnanirnar. Enda varð margur maðurinn að safna
skuldum á þessum árum, en verzlanirnar söfnuðu aftur
skuldum að sama skapi við erlenda umboðsmenn eða
stórkaupmenn, sem þoldu það með nokkurn veginn
langlundargeði, þar til skuldirnar voru orðnar hæfilega
háar til þess, að þeir segðu hingað og ekki lengra,.
slógu eign sinni á alt saman, eða réðu öllu um verzl-
8*