Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Side 41
39
liafa verið verzlunin Edinborg, sem á sinum tíma gerð*
ist brautryðjandi um það stórbætandi fyrírkomulag á
:sviði hinnar íslenzku verzlunar.
Skal nú enn leitast við að sýna fram á, hverjir
agnúar á hinni frjálsu samkeppni geri hana ólíklega til
þess að gera verzlunina heilbrigða.
Frjálsa samkeppnin enn.
í upphafi þessa máls var drepið á það, að alstaðar
í heiminum, þar sem á annað borð nokkuð væri um
það hugsað, væri unnið að því að gera verzlunina milli-
liðalausa, eða með öðrum orðum að þeir sem kaupa og
selja ættu verzlanirnar sjálfir.
Þá var sýnt fram á það, að hin frjálsa samkeppni
hefði orðið helzt til mannfrek hér á landi, hefði milli-
liðina óþarflega marga, þar sem þriðjungur þeirra manna,
sem nú sýsla um verzlunina, mundu geta annast hana
að öllu, ef fyrii’komulagið væri hentugt. Og enn var
drepið á aðra agnúa, sem geri hina frjálsu samkeppni
óliklega til þess að gera islenzka verzlun heilbrigða,
svo sem það, að hún hefði látið undir höfuð leggjast
eitt aðalatriði heilbrigðrar verzlunarframþróunar, vöru-
vöndunina, og ætti það við um hvorttveggja, innlendar
afurðir og erlendar nauðsynjar. Þá var og minst á
hitt, að samkeppnin svikist oft og einatt um að vera
samkeppni, og yrði í þess stað samvinna, sem miðaði að
því einu, að auðga einstaklinga sem mest.
Skal nú minst á dyra milliliði, umboðsmenn, heild-
sala, stórkaupmenn,
Þessir menn eru það, sem orðnir eru þyrnir í aug-
um almennings, þegar hugleitt er verzlunarástandið. En
•hin frjálsa samkeppni fær þeim aðstöðuna, þeir eru einn
■aðalhlekkurinn i fyrirkomulagi því, sem hún skapar.