Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Qupperneq 42
40
Þessir raenn eiga að útvega kaupmönnum erlenda vöru',.
og þeir takast einnig á hendur sölu á íslenzkum af-
urðum.
En reynslan mun nú vera búin að sýna að betra
hefði verið þeim sem kaupa og selja, að hafa haft
þessa menn i þjónustu sinni, og að skaðlausu hefði mátt
launa þeim vel.
Það er sem sé ekki farið að leyna sér, að aðstaðan
sem hin frjálsa samkeppni skapar þessum mönnum,
kemur lienni sjálfri í koll — verður ein af hennar
dauðasyndum.
Verður ekki hjá þvi komist, að fara nokkrum orð-
um um áhrif þessara manna á verzlun landsins —
nokkrum orðum um aðstöðuna.
Og hver er þá þessi aðstaða?
1 stuttu máli sú, að nú éta þessir menn meir og
minna úr Twerjum dislci með hverjum manni, hvað fátœk-
ur sem hann er, um alt þetta land.
Ekkert er það annað en aðstaðan, sem leitt hefir
til þess að þessir menn breyta hæfilegu milliliðsgjaldi í
þyngri og þyngri álögur á islenzka verzlun.
Það er hún sem freistar og elur upp fégirnina.
Það er hún sem hefir gert þessa menn stórauðuga
á skömmum tíma.
Með öðrum orðum, þetta er aðstaða handa. einstök-
um mönnum til þess, að þeir skamti sér launin sín
sjálfir.
Og að hún sé einstök í sinni röð sést bezt á því,
að allir embættis- og sýslunarmenn landsins, sem lagt
hafa margfalt meira fé og fyrirhöfn í það að búa sig
undir starfa sinn, þeir bera sjaldnast það frá borði, sem,
þarf til þess eins, að lifa.
Hinir óhehbrigðu viðskiftatímar sem nú eru og af-
leiðing eru ófriðarins mikla, hafa að vísu hafið þessa.
aðstöðu upp í æðra veldi, en þó eigi gert annað en,