Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Síða 47
45
Við erum alveg nýlega farnir að rétta við eftir
.aldalanga einokunaránauð. Skulda- og lánsverzlunin er
enn við líði viða um land. Sáralitið hefir enn verið
unnið að þvi að útvega hagkvæman markað fyrir ís-
lenzkar afurðir, einkum landbúnaðarafurðir, og þær þvi
verið í óhæfilega lágu verði og eru enn, en það hefir
stórum dregið úr efnalegu sjálfstæði manna. Erlendir
stórkaupmenn halda verzluninni í sínum höndum alt til
síðustu ára og enginn gerði sér grein fyrir hve mikinn
hag þeir höfðu af henni. Og síðast en ekki sizt vant-
aði menn. Þeir sem helzt höfðu þekkinguna höfðu
ekki lund til þess að vinna fyrir fjöldann, en urðu
langflestir kaupsýslumenn »fyrir eigin reikning«.
Þó er langt síðan að samvinnustefnan stingur hér
upp höfðinu á sviði verzlunarinnar.
Og ekki mun það tilviljunin ein, að hún gerir það
norður í Þingeyjarsýslu. Henni getist einna bezt að
jarðveginum þar.
Aðalmunurinn á kaupmannsverzlun og kaupfélags-
verzlun er sá, að kaupmaðurinn fær allan verzlunar-
hagnaðinn sjálfur, en kaupfélagságóðann allir sem í
kaupfélaginu eru.
Þar sem kaupfélögin hafa starfað til lengdar og
nauðsynleg skilyrði veiið fyrir hendi, stjórnin í hönd-
um vel mentaðra dugnaðar og áhuga rnanna, liafa þau
orðið til að ríða af baggamuninn um afkomu manna,
gera menn efnalega sjálfstæða. Má lesa þær sveitirnar
úr, sem þá aðstöðuna hafa átt hér á landi, og kemur
þetta heim við eldri og víðtækari reynslu annara landa.
Það munar miklu hvort menn verða undir eða ofan
á í lífsbaráttunni.
En það þarf ekki alt af að muna miklu hvort
heldur verður.
Sum kaupfélögin hér á landi liafa t. d. síðastliðið
ár auðgað félagsmenn sina urn 28—40 þúsundir króna,