Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Side 48
46
og þó keppt og haldið í fullu tré við kaupmannaverzl-
anirnar, hvert á sínum stað, og verður það þá skiljan-
legt að þau marki bygðarlögin annari og betri afkomu,
og geti orðið undirrót menningarframfara sem gera
efnalegt sjálfstæði að fyrsta og höfuðskilyrði.
Og þó er þess að gæta, að enn hafa íslenzku kaup-
félögin ekki nema að litlu leyti gengið á snið við dýru
milliliðina, umboðssalana, heildsalana, stórkaupmennina.
Þau hafa meira og minna notað þá alt til þessa um út-
vegun erlendrar vöru. Er því augljóst liver gróði þjóð-
inni getur orðið að því, ef samvinnustefnan um verzlun
alla ryður sér hér til rúms, því almenn Jiagsœld er betri
en mikil auðsöfn í fárra manna Tiöndum.
Samvinnustefnan ein er líkleg til þess að verða
höfuðlausn íslenzkrar verzlunar, hún er nauðsynlegt
skilyrði til þess að leysa hana úr álögurn og gera
hana heilbrigða. Kaupmannaverzlunin verður mæli-
kvarðinn, hún hverfur ekki úr sögunni fyr en hún
má til.
Framtiðarverkefnið er þetta:
Umbæta og fullkomna kaupfélögin sem þegar eru'
til samkvæmt reynslu sem fengin er og hollum nýung-
um, og setja önnur á fót þar sem engin eru fyrir. öll
mynda svo félögin allsherjar samband, en það kemur
á fót heildsölu og annast hún hvorttveggja, öll innkaup
og sölu íslenzkra afurða. Þessi heildsala hefir aðal-
bækistöð í Reykjavík, sem er sjálfkjörin verzlunarmið-
stöð alls landsins sakir samgangnanna og hafnarinnar,
en til þess að verða sem fullkomnastur milliliður þarf
hún að hafa verzlunarskrifstofur í löndum þeim, sem
aðallega verður verzlað við.
En til alls þessa þarf áhugasama, ábyggilega, vel
mentaða menn. Nokkrir þeirra eru þegar til og verður
alt af hægara að bæta við. En hér er of mikið í húfi
til þess að tilviljun megi ráða um það, hvort völ er
slíkra manna — þjóðin verður að ala þá upp. Það>