Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Side 51
49
Þarf engum orðum að því að eyða, hver melur
•slíkt einokunarfélag er í viðskiftalífi þjóðarinnar.
Og þá heldur ekki að hinu, hver niðurlæging þjóð-
inni er að því að standa berskjalda og aðgerðarlaus
gagnvart slíku fyrirtæki.
Þarf ekki að reka verzlunarsögu félagsins hér, hún
er þjóðkunn.
Hin aðferðin sem nefnd var, er í sjálfu sér ekki
eins lúaleg, eða þarf ekki að vera það, en þó mun
mönuum standa stuggur af henni að því leyti sem hún
hefir látið á sér bóla hér í Reykjavík.
Er hér átt við kola- og saltverzlunina Kol og Salt.
Til þeirrar verzlunar hefir verið stofnað með svo
stórfeldu fjármagni eftir islenzkum mælikvarða, að eigi
er neinnar samkeppni að vænta af hendi einstaklinga.
Það getur eigi talist samkeppni þótt einstöku útgerðar-
menn t. d. geti óáreittir útvegað sjálfum sér þessar
vörutegundir í heilum skipsförmum.
Eina ráðið er að landið sjálft skeríst í leikinn, Jiér
verði landsverzlun á öllurn þeim vörutegundum, sem falln-
ar eru eða falla kunna i Tiendur einókunarhringum. Um
sumar þessar vörutegundir ætti að lögleiða einkasölu,
svo sem steinolíuna, um aðrar gæti verzlunin verið
frjáls eftir sem áður, landið sæi að eins fyrir samkeppn-
inni. Enda eigi 'óhugsandi að einkasala landssjóðs t.
d. á kolum, ræki sig á hagsmuni annara ríkja, sem
findist á sig hallað ef ekki mættu eiga hér kolabirgðir
til afnota eigin skipum.
Þess var getið í upphafi þessa máls, að næst heilsu
og tíðarfari ættu menn mest undir verzluninni. En
jafnframt var því haldið fram, að sú væri þó bótin, að
um verzlunina gœtu mennirnir miklu ráðið. Illa verzl-
un mætti heimfæra undir sjálfskaparviti.
Hefir nú verið sýnt fram á það í hverju íslenzkri
4