Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Side 53
Ofriðarhugleiðingar.
Frá órofi aldanna hefir ekkert mál og enginn við-
burður gagntekið hugi eins margra manna i einu, eins
og yfir8tandandi styrjöld. Um það þarf engan sam-
anburð.
Við Islendingar erum, því betur, ekki á sjálfu bylt-
ingasvæðinu, þar sem þessi »heimsskjálfti« á upptök
sín, en þó titrar sá grundvöllur, sem við byggjum hags-
muni okkar og atvinnuvegi, á meira og meira með hverj-
um degi, — titrar af afleiðingum þeirra atburða, sem
eru að gerast úti í ófriðarlöndunum, og því megum við'
ekki láta þá stundarhagsmuni, sem undanfarin ár hafa
veitt þjóðinni, blinda augun fyrir dýpri og langrækari
afleiðingum, sem búast má við, að þessir atburðir beri
i skauti sínu.
Ef að líkindum lætur mun það síðar meir þykja
mikils um vert, að hafa verið uppi á þessum tíma, —
að hafa lifað þessi ár og fylgst með þeim atburðum,
sem gerst hafa og eiga eftir að gerast, áður yfirlýkur.
Sagan á eftir að fella sinn dóm um þá, og um hann
verður ekki spáð í einstökum atriðum. Enn þá stönd-
um við atburðunum of nærri til þess að við getum gert.
Okkur fulla grein fyrir þeim, eða séð út yfir þá. Það
er líkt og við stæðum fast við ræturnar á stóru fjalli:
Okkur dyldist ekki, að það væri stórt og geigvænlegt,
en takmörk þess sæum við ekki þaðan sem við stæð-
um. Þá yrði að færa sig til baka, til þess að geta gert
sér grein fyrir stærð þess, og eins verður að fara bæði
4*