Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Síða 55
53
ur þó ekki verið um frum-orsök að ræða, heldur að baki
honum liggi önnur hvöt en sú, að drepa menn og
eyðileggja mannvirki tilgangslaust. En óneitanlega gaf
hinn mismunandi viðbúnaður þjóðanna góða hugmynd
um liernaðaranda hverrar þjóðar og þá meðvitund, sem
hver þeirra bar í brjósti um tilgang vigbúnaðarins.
Fyrir sumum þeirra lieflr eflaust vakað, að verða ekki
einuugis störveldi, heldur heimsveldi, en með heimsveldi
í nútímamerkingu er ekki átt við það sama og á dög-
urn Alexanders mikla eða Rómverja. Þá bvgðust þau
eingöngu á pólitiskum yfirráðum og skattskyldu til aðal-
ríkisins, en nú er það orðið aukaatriði, en áherzlan
lögð á hagsmuna-samhahdið, bæði til verzlunarviðskifta,
landnáms og annara nytja, eins og t. d. má sjá á af-
stöðu Breta til hjálenda þeirra utan Evi’ópu. Þetta sést
líka á því, að ýmsar af nýlendum Evrópuþjóðanna voru
alls ekki »teknar herskildi«, heldur voru það siglinga-
menn, kaupmenn og allskonar æfintýramenn, sem tóku
sér bólfestu og skópu sér réttindi í hinum nýju löndum.
Með því að smeygja þannig inn einum fingri til að
byrja rneð, var fyr en innfæddu þjóðina varði, búið að
læsa klóm um líf hennar og starfsemi á öllum sviðum,
jafnvel þó hún væri látin halda sínu pólitiska »sjálf-
stæði«, þar til hún þá fyrirgei’ði því í síðustu fjörbrot-
um síns eigin meðvitundarlífs, svo verndarþjóðin »varð<«
að taka til sinna í’áða og koma skipulagi á.
Á miðöldunum lágu hagsmunirnir aðallega í því,
að fá ýmsar sérstakar vörur frá nýlendunum, en þegar
mannfjöldi óx í Norðurálfunni og þegar stóriðnaðurinn
hófst, varð nauðsynin tvöföld fyrir ýms ríki að auka
viðskifta- og hagsmunasvæði sín, bæði fyrir fólk og
vörur. Auk þess höfðu hin nýju lönd ýms ónotuð auð-
æfi að geyma, sem freistuðu fjölda einstakra manna tiL
að leita gæfunnar þai’.
En þegar forvígismönnum þjóðanna var fyrir al-
vöru ljóst orðið, hve hér var mikið í húfi fyrir hags-