Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Page 57
55
allra þjóða mest, lagt stund á að efla landher sinn og
nota þann styrk til landvinninga, eins og áður er tekið
fram. — Þeir sigrar sköpuðu þann hernaðaranda (Mili-
tarisme) hjá þýzku þjóðinni, sem svo mjög hefir komið
fram i þessu striði frá byrjun og sem grundvallast á
þeirri skoðun, að hernaður sé og eigi að vera menning-
armeðal, heilagt, réttlátt og nauðsynlegt.
Hér elti svo hvað annað: Þegar tvö helztu stór-
veldin keptust um vígbúnað, hvert á sínu sviði, þá
iurðu hin önnur að dansa á eftir, eins og þau gátu. En
eins og bent hefir verið á, þá stefndi þessi vígbúnaður
ihvað mest að því, að tryggja sér markað og viðskifti,
■og í hróksvaldi herstyrksins leyfðu rikin sér ýmsan yfir-
gang utan álfunnar, án þess að tiL hernáms kæmi, og
nægir í þvi efni að minna á aðferðir ýmsra Evrópu-
iþjóða til þess að ná á sitt vald helztu atvinnuvegunum
1 Vestur-Asíu og Norður-Afríku. Og þetta er aðal-keppi-
keflið: að ná yfirtökum á atvinnuvegum og auðsupp-
sprettum landanna, hvað sem hinum pólitisku yfirráðum
líður. Sú aðferðin er handhægari og ódýrari og eins
arðsöm, en hún felur í sér þá hættu, að hagsmunir
ríkjanna rekist á, þar sem mörg þeirra komast að í
einu með sömu aðstöðu, og þetta hefir því leitt til óeirða,
eins og dæmin sýna.
í raun réttri verður þó ekki sagt, að þessi styrj-
•öld sé nýlendustrið í venjulegum skilningi, en dýpstu
rætur hennar eru sprotnar af sömu hvötum: stórveldis-
■eða heimsveldishvötinni og ástríðunni eftir því, að geta
haft áhrif á heimsviðburðina og sett sitt menningarmót
á aðrar þjóðir. En bezta vopnið til þess er að ná yfir-
tökunum á atvinnuvegum, samgöngum og viðskiftum
þjóðanna, og þvi verða það völdin á heimsmarkaðinum,
sem um er að tefla.
Hér hefir nú verið leitast við að gera grein fyrir
einum helstu tildrögum striðsins, en svo taka við nið-
urstöður þe8S og áhrif. Enn leikur svo á tvennu um