Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Page 59
57
Þjóðverja, því eins og kunnugt er, var kerskylda ekki
lögleidd á Englandi, fyr en komið var langt fram í
þessa styrjöld. Er fátt sem betur táknar menningar-
stefnu þeiiTa en sú tilhögun, að kafa ekki herskvldu,
og sem næst engan landher, og þurfa þó að kalda uppi
víðlendu ríki. Sýnir það traust þeirra á einstaklings-
þroskanum, sem betur fær að njóta sín í svo lýðfrjálsu
landi, en þar sem skylduboð ríkisins eru alt í öllu og
herstjórnarsnið á öllum athöfnum.
Ef til vill hefir hvergi dregið meira í sundur um
stefnur þessara þjóða en í tollmálum, og öðrum rikisaf-
skiftum af verzlun og viðskiftum. Er þess þá fyrst að
geta, að seint á miðöldunum hófst sú stefna í Evrópu,
að bezta ráðið til þess að safna auðæfum í hverju landi,-
væri að flytja sem allra mesta vöru út, en sem allra
minst inn, nema peninga, sem þá voru taldir grundvöll-
ur allra auðæfa. Til þess nú að sporna við innflutn-
ingi í landið, á þeim vörum, sem mögulegt var að fram-
leiða þar, voru settir á þær háir aðflutningstollar, sem
trygðu þeim, er samskonar vörur framleiddu í land-
inu, hátt verð fyrir þær, og áttu því að örva innlenda
framleiðslu Það gerðu þeir og á vissum sviðum, og
voru þeir því net'ndir »verndartollar«, en þá vei’nd
urðu allir vöru-kaupendur að borga í óeðlilega auknu
vöruverði, og sú tilgjöf kom fótum undir margan stór-
iðnaðarekendann, en gei’ði þó margfalt fleirum af þegn-
unx ríkisins erfitt uppdráttar.
Þessum verndartollaófögnuði urðu Englendingar
fyrstir til að létta af sér. Þeir byrjuðu með því að af-
nema korntollinn 1831, og þau áhrif, seux það hafði á
viðskiftalíf þjóðarinnar færði þeim sanninn heiixx um
það, hve villir þeir höfðu verið vegarins. Brátt lög--
leiddu þeir fríverzlun (free ti’ade) við allar þjóðir, og
þeiri’i stefnu hafa þeir haldið fram á síðustu ár, að
ýmislegt óvenjulegt viðskiftaástand hefir knúð þá tib
óyndisúrræða í viðskiftum.