Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Síða 60
58
Á hinn bóginn hafa Þjóðverjar haldið fast við
grundvöll verndartollsstefnunnar fram á þennan dag.
Mun það meðfram stafa af því, að landeigendur og iðn-
aðarbarónar hafa verið mikils ráðandi hjá þingi og
stjórn, en þeim er slík tilhögun aðallega til hagsmuna.
Hitt mun miklu valda, að forkólfar vígbúnaðarstefn-
unnar (Militarismans) hafa verið langsýnir um alt, er
að því lýtur, að gera þjóðina færa um að eiga i ófriði,
og þá var það meðal annars mjög mikils varðandi, að
landið væri sem mest sjálfbjarga — fæddi sig sjálft, —
ef það yrði tept inni á ófriðartímum. En til þess að
koma því fram, að þær vörur yrðu framleiddar i land-
inu, sem að eðlilegum hætti var ódýrara að kaupa að,
var ráð að setja verndartoll, nógu háan til þess, að
yfirgnæfa verðmismun innlendrar og útlendrar fram-
leiðslu, — með öðrum orðum gera atvinnuveginn arð-
bæran, með lögum.
Þetta kastar nokkru ljósi yfir hvatir helztu forvig-
ismanna þýzku þjóðarinnar til að aðhyllast verndartolla,
og aðrar þær skattálögur, sem á líkum grundvelli eru
bygðar, en gefur jafnframt talsverða ráðningu á, hvers
vegna upp hafi risið í Þýzkalandi tiltölulega fjölmenn-
.ari flokkar en annarstaðar, sem kvörtuðu undan skó-
kreppu lítilmagnans, undir því þjóðfélagsskipulagi, sem
var fyrir stríðið.
Sá tvöfaldi samanburður, sem hér hefir verið gerð-
ur, gefur dálitla útsýn yfir það, hvað i vændum er,
eftir því, hverir þessara aðalmálsparta yrði meiru ráð-
andi að striðinu loknu. Ef að líkindum lætur, myndu
Englendingar beita sér fyrir sem víðtækastri fríverzlun,
svo hinum rúðu og aðþrengdu ófriðarlöndum veittist
léttara að fá skort sinn og skaða bættan með ríkuleg-
um vöruinnflutningi frá þeim löndum, sem hafa órýrð
framleiðslutæki. Hinsvegar er spurningin, hvort Þjóð-
verjar muni taka þeim sinnaskiftum við styrjöldina,
gagnvart skatta- og verzlunarmálum, að þeir snúi sér