Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Page 61
59
að friverzlun, eða að þeir [haldi sama fram og verið
hefir. En yrðu þeir yfirsterkari i ófriðnum og héldu
óbreyttri stefnu i viðskiftamálunum, er alvarleg hætta
á, að þeir myndu meðal annars halda fast um lyklana
að aðal-kornforðabúrum álfunnar: Dónárlöndunum og
Rússlandi, og hugsa sér að taka herskatt á þann hátt,
til að kasta í hina botnlausu hít rikisskuldanna. —
■Gæti þetta gripið til okkar íslendinga engu síður en
annara þjóða, og ennfremur mætti búast við, að fleiri
viðskiftahöft fylgdu eftir, bæði af sömu rót og frá öðrum
þjóðum, sem reyndu að setja krók á móti bragði. En
■öll slik tollhöft verða til hindrunar eðlilegu vöruframboði
og viðskiftum, og til að hækka vöruverð um þörf fram.
Um stefnumun í öðrum peningamálum hefir verið
rætt hér að framan.
Nú eru Bandaríkin komin i tölu ófriðarþjóðanna og
þó lítið sé gert úr þeirri hernaðarlegu þýðingu, sem það
muni hafa, er ósagt mál, hver áhrif það kunni að hafa
i viðskiftalegu tilliti. Er með því ekki einungis átt við
þau bönn og takmarkanir, sem lagðar verða á útflutn-
ing þaðan, meðan á stríðinu stendur, heldur jafnframt
það fjárhagslega jafnvægi sem við það myndast, að
Bandaríkin leggi fé til ófriðarins. Undanfarin ár höfðu
óhemju mikil auðæfi streymt þangað, eins og í önnur
hlutlaus lönd, frá ófriðarrikjunum. Kvað svo mjög að
þvi, að talað var um að þungamiðja heimsmarkaðsins
myndi færast vestur um haf, bæði um peninga og
ýmsar nauðsynjavörur1). Var það sameiginleg hætta
fyrir allar Norðurálfuþjóðir, þvi áður höfðu einstakir
menn í Bandaríkjunum ærið vald á markaðsverði ein-
rstakra vara, (sbr. liringana um hveiti, og steinolíu o. fl.),
') Hér verða ekki dregnir nema örfáir yztu drœttir þessara
•atriöa, en til frekari npplýsinga skal vísað til ritgerða eftir Héðin
'Valdimarsson i 2. h. Skirnis 1916.