Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Page 62
60
þó ekki bættist við, að þar yrði aðalvöldin á peninga-
verzluninni líka. Var það því hættulegra, sem fjár-
hagur ýmsra ófriðarríkjanna hlaut að standa völtum
fæti að stríðinu loknu, en hins vegar alkunna, að
Bandaríkjamenn kunna rnanna bezt að skapa sér og
notfæra forréttindi og einkavöld í viðskiftum (monopol)..
Hvort stríðsútboðið verður hnekkir fyrir þessi »mono-
pol«-félög eða ekki, veltur auðvitað mjög á því, hvernig.
þær auknu gjaldabyrðar, sem af ófriðnum stafa, verða
á lagðar. — Ef auðfélög þessi eiga eins mikil ítök í-
sambandsþinginu, og sumir telja, þá getur eins vel
hugsast, að þeim græðist enn þá meiri völd og fé við
þá auknu eftirspurn, sem herbúnaðurinn skapar, en
nokkur von er samt til, að stjórnartaumarnir þar sé í
þess manns höndum, sem geri sitt til, að þau hin
»breiðu bök« fari ekki varhluta af væntanlega auknum
gjaldabyrðum.
Að ófriðnum loknum verður það annars eitt af
aðalviðfangsefnum allra löggjafa og ríkisstjórna í ófrið-
arlöndunum, að sjá haganlegar leiðir til að ráðstafa
ríkisskuldunum, sem vaxið hafa fram úr öllu valdi. —
Þannig er talið, að í Þýzkalandi nemi þær nú rúmlega
>/a af öllum þjóðarauðnum, og hjá hinum stórveldunum
eru upphæðirnar engu minni, þó þær nemi ekki eins-
miklu í hlutfalli við þjóðarauð þeirra.
Það eitt virðist ljóst í þessu máli, að með sams-
konar skattafyrirkomulagi og áður (þ. e. aðallega neyzlu-
og framleiðslusköttum) verði þjóðunum óbærilegt að
greiða vexti og afborganir af þessum ógrynnis-upphæð-
um, því á þann hátt íþyngja gjaldabyrðarnar of mjög
fátækari stéttunum, sem fullhart veitti áður að rísa
undir venjulegum gjöldum. Auk þess má búast við, að
opinber gjöld vaxi geipilega, fyrir utan afborganir rík-
isskulda, þó þær verði þyngsti ómaginn.
Hér virðist þvi um tvær leiðir að velja: að flytja
meginskattana á þá, sem hafa gjaldþol og hlunninda-