Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Page 65
63
selja sem dýrast. Hugsjón samvinnumanna er að verzl-
unarhagnaðurinn lendi hjá viðskiftamönnunum. Sjálfir
vinna þeir fyrir fastákveðið kaup að þvi að efla hags-
muni annara.
Fram á síðustu áratugi þektist hér ekki nema kaup-
mannaverzlun, og ennþá er fjöldi manna í landinu, sem
ímynda sér, að það sé eina hugsanlega leiðin. Af þeim
toga mun það spunnið, að þegar stofnaður var hér
verzlunarskóli fyrir nokkrum árum, þá var álitið sjálf-
sagt að sníða hann eftir þörfum kaupmenskunnar en
ekki samvinnunnar.
En fyrir þriðjungi aldar varð sá atburður hér á
landi, að nokkrir bændur í Þingeyjarsýslu mynduðu'
með sér félag til að komast hjá þvi að skifta við ill-
ræmda einokunarverzlun á Húsavík. Þeir fluttu sam-
vinnuhugmyndina inn í landið og gerðu hana að veru-
leika. Þessi litla byrjun hefir breiðst út, svo að nú er
ekki nein sýsla til, þar sem samvinnufélagsskapur hefir
eigi verið reyndur í einhverri mynd. Forgöngumenn-
irnir hafa því nær ætíð verið sjálfmentaðir á verzlun-
arvísu, nema þeir fáu sem gengið hafa í samvinnuskóla
erlendis. Brennandi áhugi fyrir almennri hagsæld og
efnalegum framförum þjóðarinnar hefir knúð þá til
starfa. Þessvegna hefir árangurinn orðið svo mikill
eins og nú er orðin raun á.
En tímarnir breytast. Sú stefna í samvinnuverzl-
uninni, sem menn hölluðust að, og með réttu, fyrir 20—
30 árum síðan, er nú að falla úr sögunni. Fyrir braut-
ryðjendur samvinnunnar voru pönhmarfélögin óskaráð.
Þau voru ekki mannfrek. Myndarlegur bóndi gat haft
nauðsynjavöruverzlun hálfrar sýslu í hjáverkum. Þar
að auki fylgdi pöntuninni tiltölulega lítil áhætta. Menn
létu sér nægja að »fá í pöntuninni« verðmestu vörurn-
ar, en skiftu svo við kaupmenn með aðra hluti.
Þegar til lengdar leið fullnægðu pöntunarfélögin
ekki samvinnuþörfinni. Áhugamestu félagsmönnunumi