Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Page 67
65
I>eir vita að þetta úrræði er fjarstæða. Væri því fylgt
•mundi það til engra heilla fyrir samvinnuhreyfinguna.
Skulu nú færð fyrir því nokkur rök, hversvegna sam-
vinnumenn húast ekki við að hafa nokkurt gagn af
■sérfræðsluskóla kaupmanna.
Fyrst benda þeir á þá reynslu, að kaupmenn eru
því nær altaf fullkomnir andstæðingar kaupfélaganna.
’Og þá sjaldan þeir hafa verið fengnir til að vera »fastir
•starfsmenn« félaganna, hefir framkoma þeirra verið lítt
rómuð. Eigi sjaldan hefir allur félagsskapurinn hrunið
1 rústir í höndum slíkra manna, til óbætanlegs tjóns
íyrir hreyfinguna, En þar sem það hefir ekki orðið,
hafa félög i kaupmannahöndum verið framfaralaus, eins
og unglingur, sem eldist en vex ekki, af því hann geng-
ur með hættulegan sjúkdóm, sem fyrirsjáanlega getur
orðið að banameini.
önnur bending í sömu átt er það, að þess munu
fá eða engin dæmi um hina mörgu menn, sem útskrif-
ast árlega úr verzlunarskólanum, að þeir snúi sér að
•samvinnufélagsskap. Þeir virðast engan áhuga hafa í
þá átt, og bendir það til, að varla verði að vænta for-
göngu þaðan í samvinnumálunum. Eins og eðlilegt er,
hafa þessar tvær staðreyndir orðið til að festa sam-
vinnumenn í þeirri trú, að þeir gætu á engan hátt bú-
ist við að njóta styrks frá gömlum eða ungum kaup-
mönnum, þegar um starfsinenn væri að ræða.
Þetta, sem nú hefir verið sagt, gildir um heildina.
Hugsanlegt er, að einstakar undantekningar finnist. En
þær eru og verða svo sjaldgæfar, að þær sanna að eins
regluna. Kaupmenska og kaupfélagsskapur eru tveir
ólíkir vegir, tvær stefnur, tvennskonar trúarbrögð. Þar
á milli er engin sniðgata fyrir báða. Hver verður þar
sáluhólpinn upp á sína trú.
Þriðja ástæðan er sú, að hagfræðiskensla Verzlun-
arskólans virðist vera mjög eindregið í vil auðsafni ein-
stakra manna, án sérlega nákvæms tillits til hagsmuna
5