Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Side 68
66
almennings. Um langt skeið var þar kend Viðskífta-
fræði Jóns Ólafssonar, sem eins og kunnugt er, hallast
ákaflega eindregið á sveif kaupmanna. Nú kennir Þor-
steinn Þorsteinsson liagstofustjóri þessi fræði í skólan-
um, og virðist ekki mikið gefandi milli lians og Jóns
Ólafssonar, hvað vinsemdina snertir til auðsjafnandi
hreyfinga nútímans. Skoðanir hans verða gerðar að
umtalsefni á öðrum stað í þessu hefti, svo að eigi verð-
ur frekar hreyft við þeirri hlið að sinni. Að eins bent
á, að samvinnustefnan á kaldra griða að vænta, þar
sem lífsskoðunin mótast af ritum og kenningum slíkra
manna. Er þetta ekki sagt þessum mönnum til ámælis.
Þeir eru réttir á sínum stað, við að búa kaupmenn
undir að vera kaupmenn. Tilgangurinn að eins að leiða
líkur að því, livers vegna ekki er hægt að búast við,
að samvinnumenn noti Verzlunarskólann lianda sínum
tilvonandi starfsmönnum. Það er þeim jafn ómögulegt
eins og vera mundi fyrir lúterska þjóð að eiga að
bjargast við kaþólskan prestaskóla handa prestsefnun-
um sínum.
Að öllu þessu athuguðu virðist það einsætt, að sam-
vinnumenn verða að koma sér upp sinni eigin sérmenta-
stofnun, sniðinni eftir þörfum félaganna. En vegna
þess, að samvinnufélagsskapurinn liefir svo mikla þjóð-
hagsbætandi þýðingu, ber landinu að leggja fé til muna
í slíka stofnun, bæði i byrjun og í árlegan reksturs-
kostnað. Skulu leidd nokkur rök að því.
Tökum hórað eins og Eyjafjörð. Nú síðustu árin
græða bændur í því héraði ca. 50—60 þúsundir árlega
á kaupfélaginu sínu. Og þar að auki græða aðrir rnenn
í liéraðinu stórmikið á því, sem slíkt félag bætir kaup-
mannaverzlunina. Þetta sama dæmi endurtekur sig ár
eftir ár. Sama sagan gerist að meira eða minna leyti
í hinum öðrum samvinnufélögum landsins. Hundruð
þúsunda hverfa í vasa samvinnumannanna á Islandi ár
ivert, sem annars mundi renna í sjóð nokkurra kaup-