Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Síða 75
73
tæki að sér einkasölu á síld, að landsverzlunin kefðí
að einhverju leyti not samvinnuskólans. Hlutverkið
nokkuð skylt, að starfa að verzlun gegn ákveðnu kaupi,.
hvort heldur er fyrir félag eða fyrir landið. Bæði störf-
in gagnólík sjálfstæðu kaupmannsverzluninni, þar sem
alt stefnir að því að geta grætt, sem mest sjálfur. En
þeíta er aukatriði, og engan veginn neitt keppikefli frá
sjónarmiði samvinnumanua. Miklu líklegra að þjóðin í
heild sinni yrði í vandræðum með heppilega starfs--
menn við landsverzlun, ef hún ætti ekki völ annara
starfskrafta heldur en þeirra, sem hægt væri að losa
út ár kaupmannastéttinni.
Að síTustu fáein orð um kostnað við samvinnu-
skólann. Enga nákvæma áætlun þarf að gera á þessu
stigi málsins. Skólinn þyrfti hús, og fasta kennara
jafnmarga bekkjum, í mesta lagi þrjá. Síðan eitthvað-
af stundakennurum. Ennfremur töluvert fé árlega til
bókakaupa og áhalda. í heild sinni mundi slík stofnun
árlega kosta landið álíka mikið og ein meðalbúð kostar
þjóðina nú. Hvort tilvinnandi væri fyrir landsmenn
að fá skóla til að ala upp verzlunarmenn handa öLlum
héruðum landsins, sem manndóm hefðu til að verzla á
samvinnuvísu, þó að það kostaði þjóðfélagið árlega eins
mikið og ein meðal kaupmannsbúð, verða menn að
skera úr hver fyrir sig, eftir því sem þeir hafa skap-
ferli og þekkingu til.
Sanngjarnasti vegurinn er sá, að verzlunarskólarnir
séu tveir, annar fyrir kaupmenn, hinn fyrir samvinnu-
menn. Báðir séu styrktir jafnmikið af almannafé, en
það sé þó ekki nema nokkur hluti reksturskostnaðar-
ins. Nú sem stendur aflar Verzlunarskóli íslands sér
allmikils fjár með þvi að selja kensluna. Hvort sam-
vinuuskólinn gerði það, skal látið ósagt liér. En sam-
bandið mundi sjá sóma sinn í að styrkja hann og efla
sem mest; sjá cins og rétt er, að sú stofnun er hreyf--
ingunni lífsskilyrði, eitt af þeim allra nauðsynlegustu.