Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Síða 78
76
sín, byggi það starf sitt á hagfræðislegri þekkingu,. em
ekki á kerlingabókum stórborgaskrílsins í útlöndum, og-
er víst enginn sá íslenzkur, er ekki getur tekið undir
með honum, ef orðin eru telcin bólcstaflega. En engum,.
sem greinina les, dylst, að hann með »kerlingabókum
stórborgarskrílsins« á við jafnaðarstefnuna. Að hann
hins vegar skoðar sjálfan sig sem fulltrúa hagfræðinn-
ar, er bersýnilegt á mentunarhrokanum sem kemur
fram í greininni. Ritháttur J. D. ber vott um það, að
hann heíir ekki getað melt þau fræði, sem hann stund-
ar, en einmitt vegna þess fylst gorgeir og ofmetnaði,.
sem gefur þessari ritgerð hans afkáralegan blæ. Það-
þarf einkennilega sterkar taugar, fyrir mann, sem ekki
hefir rneira til brunns að bera en hr. J. D., til að reyna
að knésetja og snúa í villu, þoirri kenningu, sem nú er
einna áhrifamest til góðra hluta af þeim stefnum, sem
sveigja liugi manna í forustulöndum heimsins.
Skal liér sýnt fram á hve mikill »vísindamaður«
þessi sjálfkjörni fulltrúi hagfræðinnar er, og jafnframt
skýrt nokkuð, hvað jafnaðarstefnan er, án þess þó að'
langt verði farið út i þau fræði í þessari grein.
II.
Það voru ekki við jafnaðarmenn sjálfir, heldur aðrir-
íslendingar, sem gáfu okkur nafnið, enda mim enginn
hafa haldið því fram, að orðið soeialist orðfræðislega
væri rétt útlagt jafnaðarmaður, frekar en mine tundur-
dufl. En úr því að orðið var einu sinni komið alment
á varir Islendinga, þá létum við það gott heita, jafnvel
þó nafnið stundum valdi þeim misskilningi, að við jafn-
aðarmenn stefnum að því að gera alla jafna, ef ekki
jafndigra, jafngáfaða eða jafnsterka, þá að minsta kosti
jafnríka. En þó jafnaðarstefnan miði að ákveðinni teg-
und jafnaðar, þá er tilgangurinn ekki sá að gera alla-
jafnríka, heldur það að útrýma fátæktinni svo að jafn-