Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Síða 80
78
Rómverjar þó ekki alt ömmu sína. Og líkt heíir það1
verið á öllum öldum, þegar fámennur flokkur af ein-
hverri orsök hefir bakað sér andúð fjöldans. En þegar
flokkurinn hefir stækkað, hefir heimskuhjal þetta dáið
út. Þegar spiritistar byrjuðu hét' á landi, gekk sú saga
um alt ísland, að þeir lægju á kvöldin úti í kirkju-
garðinum í Reykjavík til þess að reyna að vekja upp-
drauga, og í fyrstu eftir að Goodtemplarar hófu starf-
semi sína hér á landi, gengu hinar ótrúlegustu sögur um,
hvað fram færi á fundum hjá þeim fyrir lokuðum dyr-
um. Það þarf því engan að furða sérlega á því, þó að hin-
um fyrstu fámennu flokkum af jafnaðarmönnum, er risu
upp erlendis, hafi verið brugðið um guðleysi og ósið-
semi. Hitt kemur aftur mörgum á óvart, að »vísinda-
maðurinn*, fulltrúi hagfræðinnar, hr. Jón Dúason, skuli
fara að vekja upp þennan gamla draug, draug sem
aldrei þurfti að kveða niður, heldur varð sjálfdauður
fyrir mannsaldri eða meira.
Hr. J. D. vill segja að jafnaðarmenn séu drykk-
feldir, og skal sett hér öll röksemdafærsla hans um
það. Hún er ágætt sýnishorn af því, hvernig hann
dregur ályktanir: »í Danmörku, sem er mesta brenni-
vínsdrykkjuland í Norðurálfu, er ársneyzlan af vini og.
öli 100 pottar á mann; eftir útreikningi felast í þessu
10 pottar hreins áfengis á mann að meðaltali. Með
því að líta á vín- og öltegundirnar má sjá með nægi-
legri nákvæmni, hvaða stéttir neyta þeirra, en það eru
verkamenn, þ. e. félagshyggjumenn1). Þess vegna berj-
ast þeir á móti því, að hækkaður verði tollur eða skatt-
ur á áfengi, því þeir yrðu að greiða þá verðhækkun
sjálfir, fyrst þeir neyta vínsins*.
Þannig er röksemdafærzlan, hvorki lengri né styttrir
og ef einhver, sem ekki hefir nent að lesa alla þvælu
‘) Syo nefnir hr. J. D. jafnaðarmenn.