Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Page 81
79
hr. J. D. efast um að hún standi þannig, þá gái hanrr-
í III. hefti Tímaritsins árið sem leið, bls. 109.
Ef draga ætti nokkra ályktun um það af hag-
skýrslum, hvort jafnaðarmenn væru drykkfeldir eða
ekki, ætti að bera saman, hvort áfengisnautn vex i
löndunum jafnótt og jafnaðarstefnan vex þar. Enn-
fremur bera saman, hvort drykkjuskapur væri meiri í
þeim löndum, þar sem jafnaðarstefnan hefir náð mik-
illi útbreiðslu, og er þó hæpið að draga ákveðna álykt-
un, því vaxandi áfengisnautn gæti stafað af ótal öðr-
um ástæðum. Hagskýrslur mundu vafalaust sýna, að
drykkjuskapur hafi aukist víða meðal villimanna jafn-
ótt og trúboðum fjölgaði hjá þeim, og er sannleikurinn
þó sá, að trúboðar vinna alment á móti drykkjuskap..
Drykkjuskapurinn meðal brezkra verkamanna er
nafntogaður (sbr. orð Lloyd Georges: Við eigum þrjá
óvini: Þýzkaland, Austurríki og Alkohol). En nú segir
hr. J. D. að einmitt þar hafi jafnaðarstefnan náð minst-
um tökum á fólkinu. Hvernig fær vísindamaðurinn,.
fulltrúi hagfræðinnar hr. J. D. það til að falla saman
við kenningar sínar um siðspillandi drykkjuskap jafn-
aðarmanna ?
IV.
Neðar á blaðsíðu þeirri, er fyr var tilvitnað, má-
lesa að samtímis því að kjósendatala jafnaðarmanna íi
Danmörku hafi farið vaxandi, hafi hjónaskilnaðir aukist
meðal verkamanna.
Hér á landi eru ekki til skýrslur um hjónaskiln-
aði, en engum vafa getur það verið undirorpið, að>
hjónaskilnaðir hafa aukist og eru mikið tíðari nú en
fyrir mannsaldri síðan. En ekki getur það verið jafn-
aðarmönnum að kenna, sem eru nýbyrjaðir að starfa
hér. Og þó. siðspilling stundum sé orsök hjónaskilnað--
ar, þá er alkunna, að aðalorsökin er aukin sjálfstæðis-