Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Page 82
80
tilfinning kvenfólksins, og engum heilvita manni dettur
í hug að setja fjölgun hjónaskilnaða í Danmörku i sam-
band við jafnaðarmenn þar, og sízt af öllu í samband
við »siðspillingu« þeirra, nema »vísindamanninum« Jóni
Dúasyni.
Neðst á áðurnefndri blaðsíðu og efst á þeirri næstu
(110) stendur þetta: »Enn slcal eitt dæmi tilfært. Af
hverjum 3 konum sem giftast i Danmörku eru tvær
annaðhvort með barni, þegar þær giftast eða hafa fætt
áður en þær gengu í hjónaband. Talan er lágmark«.
í hvaða tilgangi þetta »dæmi« er tilfært er ekki gott
að sjá, nema það eigi að vera »smekkbætir« eins og
kerlingin sagði, sem lét rúsínur í baunirnar. Því eigi
virðist mögulegt, jafnvel ekki fyrir þann, sem er full-
trúi hagfræðinnar, og í þokkabót »vísindamaður«, að sjá
hvað í ósköpunum það kemur jafnaðarstefnunni við,
hvað margar konur eru með barni í Danmörku, þegar
þær giftast! Framh.
Olafur FnðriJcsson.