Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Page 83
Enn um markaðsverð.
í fyrsta hefti »Réttar« skrifaði eg grein um verð-
myndun. Hét sú grein markaðsverð. Vakti hún þegar
í fyrstu allmikinn mótblástur. Á Akureyri báðust
mokkrir kaupmenn eftir rúmi í öðru vikublaðinu og
vildu svara. Þó varð ekkert úr þeirri fyrirætlun, þeg-
ar þeir vissu að blaðið vildi ekki taka nafnlausar grein-
ar um málið. Leit út fyrir, að viljinn til að svara hefði
verið meiri en trúin á málstaðinn, og kjarkurinn til að
-standa víð orð sín opinberlega.
Næst fréttist af mótstöðuvon frá ritstjóra einum í
höfuðstaðnum, sem nú síðustu missirin hefir berlega
■komið fram sem þjónustusveinn kaupmanna- og erlenda
peningavaldsins í landinu. Lét hann svo um mælt
að hin umrædda grein »mœtti ekki vera ómótmœlt«
Þóttist hann sjálfur hafa í hyggju að hrekja hana, ann-
aðhvort einn eða í sambandi við aðra. Hefndi hann
þar til Þ Þ. hagstofustjóra. Nú leið og beið fram undir
ár, þangað til hin lengi boðaða svargrein sá dagsljósið
í ísafold, 81. tbl. 1916. Ekki var þar getið annara höf-
unda en Þ. Þ. En Ólafur Björnsson fylgdi Þ. Þ. úr
garði með hugheilum árnaðaróskum.
Grein Þ. Þ. var nokkuð misjafnlega tekið. Einn
hinn stærilátasti peningaburgeis í höfuðstaðnum hafði
við orð að gefa þessar hugleiðingar hans út í vandaðri
útgáfu og dreifa um land alt, til að leiða fáfróðan af-
menning í allan sannleika: Sömuleiðis vakti greinin
.talsverða ánægju í hinum þóttafullu og afturhaldssömu
6