Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Side 87
85
hinsvegar þann hagnað, sem sumir aflamenn hafa af'
»óhagnaði« þjóðfélagsins. Þó að samvinnustefnan sé
nú búin að starfa hér á landi í nærfelt þriðjung aldar,.
og gera ótrúiega mikið gagn, eru safnt enn til heil hér-
uð, þar sem kaupmannaverzlunin er með einokunar-
sniði. I einni sýslu hér á landi er t. d. svo ástatt með
verzlunarkjörin, að maður sem á 1000 kr. inni í kaup-
mannsbúðinni, fær ekki nema 900 kr., ef Tcaupmaður
greiðir innieignina i peningum. Þetta sýnir hve mikil
þörf er fyrir kaupfélög við hverja höfn, til að gera verzl-
unina heilbrigða, og hve gífurlegur hagnaður er að
þeim fyrir allan almenuing. — I Rvik var í fyrra ein
lóð á boðstólum, lóð undir eitt hús. Hún átti að kosta
110 þús. krónur. Fyrir hérumbil 20 árum var þessi
sama lóð ekki 5000 kr. virði. Verðhækkun hennar
stafar af vexti bæjarins og almennum framförum í
landinu. Ef verðhækkunarskatti hefði verið komið á
fyrir 20 árum, myndi bæjarfélagið hafa fengið 4—5
þúsund kr. í árlegan arð af lóðinni, með því verði sem
nú er á henni, og meira síðar, ef bærinn vex Og þó
hefði bæjarfélagið ekki tekið, nema það sem sannanlega
var þess eign. Að visu er þetta einhver verðmætasta
lóðin í bænum. En gizka má á það, hve geisimikill
þessi skattur hefði orðið af öllum lóðum í bænum, og
hve mikið af nauðsynlegum endurbótum liefði mátt
gera, öllum bæjarbúum og þjóðfélaginu í heild sinni til
eflingar fyrir það fé. Hversvegna hafa menn þá ekki
liafist handa og lögleitt verðhækkunarskatt í bænum?
Af vankunnáttu almennings, en þó einkum sökum hlut-
drægni og eigingirni aflamannanna, (sem áttu verð-
mætustu lóðirnar). Frá þessu sjónarmiði getur óhlut-
drægum framfaramönnum varla blandast hugur um, að
landskattstefnan á erindi hingað, og er fremur of seint
farin að hafa áhrif heldur en of snemma. Að síðustu
kemur svo hin marghrjáða jafnaðarstefna. Skyldu
verkamannasamtök vera líkleg til að verða til óhara-