Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Qupperneq 90
88
dirfist að mótmæla því sem Þ. Þ'. kann að álíta rétt.
»yfirvísindamann«. Allur reiðilesturinn er síðan þétt
kryddaður með háðsmerkjum, svO' að ef þau nægðu tit
að eyðileggja nokkurn málstaðr þá myndi verkakenningin
aldrei framar eiga sér uppreistar-von. Þessi dæmi
bregða ljósi yfir skapferli ritdómarans. Hann er ber-
sýnilega i æsingu og ræður ekkí við tilffnningar sínar..
Ber slíkt hvorki vott um góðan málstað né mikla leikni
við að rökræða alvarleg máL Ef nokkur útskýring
getur afsakað rithátt Þ. Þ. mundi það helzt vera súr
að hann sé svo háður hleypidómum hins stofulærða
embættisvalds, aé hann þoli ekki óreiður að sjá hald-
ið fram öðrum skoðunum, en þeim sem honum hafa>.
verið innrættar í barnæsku.
Engan skyldi furða þó að maður sem ritar grein,.
meðan hann er í svo æstu skapi, sé ekki vandur að
röksemdum, enda væri synd að bera Þ. Þ. það á brýn.
Hann byrjar lika »dóminn« um grein mína með meir
en lítilli »ónákvæmni«, þar sem hann segir: »Leitast
hann (þ. e. J. J.) þar við að sanna að verðkenning
sósíalista,-----að vöruverðið miðist við vinnuna eina,
sé hin eina rétta«. En á bls. 38 i grein minni stendur:
»Sé framboð og eftirspurn jafnt, þá kemur fram meðal-
verðið, sannvirðið, framleiðslukostnaðurinn. Sé fram-
boðið meira en eftirspurnin, lækkar varan lítið eitt í
bili. Og sé eftirspurnin meiri en framboðið, hækkar var-
an lítið eitt yfir sannvirði.« Allir sjá, að hér gerir Þ. Þ.
sig sekan um vísvitandi rangfærslu. öll grein min
stefnir að því að sanna það að framleiðslukostnaðurinn
sé að visu hinn fasti stofn í verði hlutanna, en framboð
og eftirspurn valdi þó smábrey.tingum, eins og þegar
vindblær gárar yfirborð liafsins. — Neðanmáls bætir
Þ. Þ. því við, að ýmsir höf. jafnaðarmanna séu falln-
ir frá þessari kenningu, af þvi, að liún komi í bága við'
virkileikann.c — — Næst þegar Þ. Þ. skrifar um
þessi mál, væri æskilegt að hann sýndi fram á hvaða*