Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Síða 91
89
rithöf. hann á hér við, og hvar þeir hafa afneitað
vinnukenningunni. Ennfremur hvort þeir eru samdóma
auðvaldssinnum, og haliast að því að »mannlegur vilji«r
eða 8öluprang og spekulation, gefi hlutunum gildi.
Þá þykir Þ. Þ. of lítið gert úr vísindamensku hinna
»borgaralegu« auðfræðinga. Samt reynir hann ekki að
hrekja það, sem eg segi í byrjun greinar minnar, að
hinar alviðurltendu niðurstöður í þeim fræðigreinum sem
snerta hagsmuni stéttanna, séu mikið færri heldur en í
hinum eiginlegu náttúruvísindum t. d. stjörnufr., eðlisfr.
og efnafr. Svo ramt kveður að þessu, að einn helzti
auðfræðingur Ameríkumanna liefir sagt, að varla vœrí
til ein einasta setning, eða allsherjarlögmál í auðfrœðinni,
sem állir beygðu sig fyrir og viðurkendu. Og hverju er
þessi glundroði að kenna innan hinna »vísindalegu
hringa« sem Þ. Þ. virðist telja sig til? Hversvegna
hafa þeir engar alviðurkendar niðurstöður? Er ekki
kyndug sú sannleiksleit forkólfanna, sem fvrst og fremst
endar í slíku innbyrðis ráðþroti, en tekst þó að fæla
allan þorra almennings frá skýringum sínum, það lítið
þær ná? Þ. Þ. getur tæplega verið ókunnugt um þaðr
að allur þorri almennings í hinum stóru menningarlönd-
um heimsins lifir og deyr i fullkominni andstöðu við þau
fjármálavísindi sem Þ. Þ. og hans samherjar hallast að.
Sama er að segja um almenning hér á landi. Þ. Þ. er
óhætt að trúa því að fordæming J. 0. á vinnukenn-
ingunni, og skýringar hans á undraáhrifum »mannlegs
vilja« var mjög hlægileg fjarstæða í augum flestra ís-
lendinga, sem ómeltur lærdómur var ekki búinn að
leiða á villigötur. Óneitanlega væri það »fáránleg mein-
loka« ef almenningur hefði hina lærðu auðfræðinga svo
mjög fyrir rangri sök, án alls tilverknaðar frá þeirra
hendi. A. m. k. er ekki beitt slíkum mótþróa við nátt-
úrufræðinga, lækna o. fl. slíka fræðimenn, sem hafa
fasta jörð undir fótum í kenningum sínura. Ef til vill
gæti það létt undir með Þ. Þ., ef liann vildi í alvöru