Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Síða 99
97
við tjaldið er sannvirðið, sem Öll grein hans gengur út
•á að grafa — í þekkingarmoldviðri.
í þessu Bambandi skiftir það nokkru, aðkomastað
þvi, hvað auðvaldssinnum gengur til að vilja sem minst
tala um framleiðslukostnað i sambandi við verðmyndun,
og til að hylja sig í tjaldi framboðs og eftirspurnar eða
í afbrigðum þess, eins og kenningunni um vaxandi
verðgildi matar, fyrir menn sem eru að deyja úr hungri.
Tökum tvö dæmi. Kaupmaður einn íslenzkur hefir ný-
iega reynt að sanna, að mgður sem hafi borgarabréf
(þ. e. lögleyfi til að verzla) þurfa ekki að láta sér koma
annað við, viðvíkjandi markaðsverðinu, en það, hvað
menn vilja Tcaupa dyrt. Hann skoðar sig ekki hafa neina
siðferðisskyldu gagnvart viðskiftamönnunum, hvað snert-
ir hækkun. Ef hungursnejrð er, má hann nota sér út
í yztu æsar vandræði almennings. Hafi nú öll auðfræð-
islesning eins kaupmanns stefnt í þá átt, að Uta yfir
framleiðsluTcostnaðinn, en gera mikið úr réttmæti fram-
boðs og eftirspurnar, þá þarf slíkur maður varla að
kvíða ásökunum samvizkunnar, hvað sem á gengur.
.Hann veit að hann hefir »visindin« með sér.
Annað dæmi. Hokkrir menn ná söluvaldi á megin-
hluta einhverrar vörutegundar, t. d. steinolíu. Þeir
hækka verðið óeðlilega mikið, ef til vill íimmfalt, frá
því sem vera þyrfti eftir framleiðslukostnaði. En neyt-
endur út um allan heim verða að ganga að ókjörunum,
geta ekki komist af án vörunnar. Eina ráðið þeim til
bjargar, er að fá ríkisvaldið til hjálpar, til að leggja
hömlur á alveldi einokunarhringsins. Hvort hafist er
handa með slíkt verk, eða það látið ógert, erundirþví
komið, hverja lífsskoðun sú þjóð hefir, sem i slíku til-
:felli yrði að taka til örþrifaráða. Ef »hringurinn« t. d.
hefði stofnað vísindastöð, þar sem fjöldi ungra manna
væru æfðir í að líta á þvílík deilumál gegnum sjóngler
.hringanna, þá væri það mikill styrkur. Þeir menn
myndu, sem blaðameon, prófessorar, þingmenn, ráð-
7