Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Qupperneq 104
102
■eru gullinu í óhag, heldur en Þ. Þ. vill kannast við.
Hefir Héðinn Valdimarsson bent á þetta, einn af is-
lenzkum auðfræðingum, enda meira af honum að vænta
•en hinum, þótt yngstur sé. I tilefni af kenningum
Henry George viðurkennir Þ. Þ. um þá verðhækkun
lands, sem verður i framtiðinni, án tilverknaðar land-
eigenda, að það séu »allmiklar« ástæður sem mæla með
því að hún sé lögð undir rikið, og það væri »ekki rang-
látt gegn jarðeigendum*. — En það er eins og hann
finni að hann hafi farið of langt — og bætir við, að af
praktiskum ástæðum gæti varla komið til mála að taka
nema part af hækkuninni. Adam var ckki lengi í
Paradís.
Þetta dæmi sýnir hvilíkt sannleiksvitni Þ. Þ. er.
Hann sér og skilur, að verðhækkunarskattur á hér við,
er réttlátur og liefir mikla þýðingu. En hann gerir
ekkert, alls ekkert, til að láta þjóðina hafa not af þeirri
þekkingu. »Sérfræðingurinn« lætur meinsemdina ósnerta,
og bætir svo gráu ofan á svart með því að taka með
ónotum og útúrsnúningum þvi fyrsta riti, sem kom út á
móðurmáli lians, og stefndi í þá átt að ráða bót á þessu
meini, sem hann sjálfur átti að bera mest skyn á, þótt eigi
hafi hann haft þá eiginleika, sem með þurfti, til að leggja
sjálfur hönd á plóginn. Enn ljósara dæmi um hlutleysi
fræðimannsins kemur fram í afstöðu hans til Viðskifta-
fræði J. 01. og greinar minnar, um markaðsverð. Bók
J. 01. er mjög eindregið hliðholl auðvaldi, og fjandsam-
leg auðsjafnandi kenningum. Þ. Þ. virðist vita, að
þetta var mjög léleg bók, mun jafnvel hafa látið orð
falla um það við menn hér í bænum. Og af ísafoldar-
grein lians verður ekki annað séð en hann álíti kenn-
ingar Macleods ekki alls kostar í samræmi við »siðustu
bókina«. Samt lireyfir hann, sjálfur »sérfræðingurinn«,
ekki legg eða lið til að leiðrétta þær villur, sem þar
stóðu. Og bókin er notuð átölulaust, árum saman, við
þann eina skóla, þar sem auðfræði er kend hér á landi.