Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Side 108
106
Athugasemdir,
Félagið hefir síðan 1909, að því ári meðtöldu, starf-
að í 2 deildum, pöntun og verzlun. Var sitt verðlag
fyrir hvora deild, sem vitanlega reyndist í starfrækslu
mjög erfitt. Aðalfundur 1916 breytti þessu í eitt verð-
lag, en samt heldur pöntunardeildin áfram eins og áð-
ur, en til að fylgja reglunni, að verðlag í pöntun sé
haft svo lágt sem frekast er kostur, samþykti fundur-
inn að færa skyldi verðlagið niður í reikningum við-
skiftamanna í pöntun um leið og þeir væru gerðir upp,
minst um 4% eða sem næst því sem umfram er inn-
kaupsverð og kostnað, er þetta sama og borga út arð
strax. Verðlag á vörurn hér er viðurkent lágt, félagið
hefir fylgt þeirri reglu alla tíð.
Síðastliðið ár fengu menn 5% verðlækkun á út-
teknar vörur í pöntun, nam það . . . . kr. 6651.68
Tel það samkv. ofanskrifuðu, útborg-
aðan arð, af gróða félagins.
Varsjóður félagsins fékk til sín á árinu — 3472.00
Oráðstafaður hagnaður sem myndaðist
á árinu...................................— 24207.60
Alls krónur 34331.28
Oráðstafaða arðinum, ráðstafaði aðalfundur, sem
haldinn var 6. og 7. febr. síðastl. þannig:
5% skift á skuldlaus viðskifti í pöntun og verzlun.
0.24 á hvert kg. vorullar.
0.20 á hvert kg. haustullar, lagt inn siðastl. vetur
til áramóta.
0.10 á hverja rjúpu, lögð inn siðastliðinn vetur til
áramóta.
Fært á stofnbréf 5% °g vorullarágóði, fær stofn-
sjóður þannig fullar 27.000 — tuttugu og sjö þúsundir.
Rjúpu- og haustullar-ágóði borgaður út, nam það
kr. 1171.90.
Rjúpa var borguð með 1 kr. pr. par. Haustull 2.00 kg.