Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Síða 5

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Síða 5
143 má nú gera ráð fyrir, að almenningsviljinn knýi fram algerða stefnubreytingu, sem hlýtur að efla samvinnu- hreyfinguna í þeim löndum. Þessi breyting og hinn almenni áhugi fyrir alþjóðabandalagi, sem ógnir stríðs- ins hafa vakið, miðar alt í sömu áttina. Lýðfrelsið vex í heiminum. Samvinnan er einn af þess sterku þáttum. Þegar þjóðirnar vakna og brjóta af sér stjórn- málafjötrana, láta þjóðerni en ekki dutlunga sigurveg- aranna ráða landamærum, þá verður heldur ekki gleymt þeim hömlunum, sem æði oft eru þungbærastar. En það er Tcúgunarvald auðsins, eins og hin frjálsa sam- kepni hefir búið í haginn fyrir milliliðina. Að minni hyggju hefir stríðið þannig fyrst og fremst aukið pörfina fyrir öfluga samvinnustarfsemi. Og á hinn bóginn bætt jarðveginn með ýmsu móti. Bjargráð þjóð- anna á stríðstímanum hafa flest bent á það, hve ófull- nægjandi hin frjálsa samkepni var, pegar mest lá á. Og að siðustu hefiv sigur lýðvalds yfir liervaldi og ein- veldi orðið óbeinlinis til að styðja frjálsmannleg sjálf- bjargarsamtök á öðrum sviðum. Sé hér rétt á litið, þá er auðsætt, að íslenzkum samvinnumönnum hlýðir það eitt, að færast í aukana. Hagnýta auknar sigurvonir. Fullnægja auknum þörfum. Það er nokkurnveginn ljóst, að ef samvinnustefn- an á að færa svo út kvíarnar, þá verða fylgismenn þeirrar hreyfingar að stefna hátt, og láta ekki óþarfa varfærni eða kyrstöðu spilla sigrinum. I fljótu bragði virðast vera tvö atriði, sem einkum þarf að leggja áherzlu á. Annað er það, að hugsjónir, skipulag og starfræksla samvinnufélaganna fullnægi ítrustu 8anngirniskröfum samtíðarinnar. Hitt, að öllum almenningi hér á landi sé gert ijóst, hvílíka þjóðbæt- andi þýðingu samvinnuhreyfingin hafi. Afleiðingar þess- ara tveggja aðgerða yrðu þær, að landslýðurinn hneigð- ist meir og meir að því viðskiftaskipulagi, sem best 10*

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.