Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Page 8

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Page 8
146 þessa Birkibeina samvinnunnar safnast svo smátt og smátt hin yngri og orkuminni félög. Ef framför á að verða með sama hætti og verið hefir, eða meiri, þá munu sambandsfélögin enn sem fyr verða að taka að sér forustu og framkvæmdir. öll hin mörgu verkefni, sem bíða aðgerða, verða þvi að eins leyst verulega vel af hendi, að forgöngu- mennirnir geti hagnýtt sér hverskonar reynslu sem fengin er erlendis i samvinnumálum. En hvernig má það verða ? Engum er ætlað það starf, að draga að hugrayndir utan úr heimi og dreifa þeim út meðal al- mennings á íslandi. Skal nú minst nokkuð á það atriði. Þungamiðja samvinnunnar er komin til Reykjavík- ur og verður tæplega tiutt þaðan aftur nema lelögin liðist í sundur. Þangað þarf að safna þeim fróöleik og reynslu, sem síðan á að hagnýta allri hreyfingunni til gagns og framfara. Sjón er sögu rikari. Enginn íslenzkur samvinnu- maður hefir haft ástæður til að heimsækja hin mörgu og margbreytilegu samvimiufélög, sem starfa i löndun- um i kringum okkur. Myndúm við þó geta haft mik- inn hagnað bæði af fullri vitneskju um reynslu þeirra og skipulag, og þá ekki síður af beinurn verzlunar- skiftum við þau. Ef þessu ætti að kippa í lag, þyrfti sambands- 8tjórnin að geta sent nokkra áreiðanlega og greinagóða félagsbræður í einskonar rannsóknarferðir til nábúaland- anna. Mikii bót væri að því, þó ekki væri tekið fyrir nema eitt land á ári í svo sem 5—6 ár. Hver slíkur sendimaður ætti að heimsækja og athuga af sjálfsýn öll hin helztu samvinnufyrirtæki í því landi, sem hann gisti, svo og leiðandi menn þeirrar stefnu. Reyna að sjá sem flest það, sem til fordæmis mætti verða, og mynda ný sambönd fyrir íslenzku félögin. Siðan ætti hver slíkur sendimaður að gera nákvæma skýrslu um

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.