Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Blaðsíða 10
148
anna, bæði af því að þesa væri þörf við kensluna og:
avo af því, að þar myndu flestir félagsmenn geta tii>
þess náð úr öðrum héruðum. Gott bókasafn myndi
bæta upp rannsóknar- og námsferðir til útlanda, svo að •
enginn þyrfti að kvíða þvi, að samvinnustefnan íslenzka
dragist aftur úr hinum almenna framfarastraum menn-
ingarlandanna.
Sú framför, sem af þvi leiddi, að hver einasta líf-
vænleg fyrirmynd, sem til er i hinum erlenda sam-
vinnufélagsskap væri þekt hér á landi út í yztu æsar,.
hlyti smátt og smátt að leiða til þess, að félagsmála-
skipulag okkar tæki mjög miklum endurbótum og væri
i sifeldri framför. Er nú þegar fengin reynsla fyrir
þessu með því, að öflugustu og áhrifamestu félögin
okkar eru bygð upp af forgöngumönnum, sem sumpart
hafa kynt sér erlenda samvinnustarfsemi með ferðalög-
um í útlöndum, eða orðið fyrir áhrifum erlendra rithöf—
unda, er mest og bezt hafa um þessi mál skrifað á
öðrum málurn.
Væri fylgt þeirri stefnu, sem hér hefir verið bent
á, myndi miðstjórn sambandsfélaganna jafnan hafa við-
hendina öll nauðsynleg gögn um framþróun þessara
mála, bæði hér og erlendis. Gera má ráð fyrir, að all-
mikið af þeim fróðleik, sem hverjum manni væri gott
að hafa í fórum sínum, myndi birtast í íslenzkum blöð-
um og tímaritum. En með því að hið ritaða orð hefir
minni áhrif á marga menn heldur en hið lifandi orð,
þá myndi það vafalaust verða samvinnustefnunni til'
einna mestrar eflingar, ef sambandsstjórn og framkvæmd-
arstjóri gætu komið því við, að ferðast um nokkur hér-
uð landsins á hverju sumri og skýra fyrir almenningr
á opinberum fundum hina nýju strauma i verzlunar-
málunum. Með því að skifta með sér verkum, myndi
þeim takast tiltölulega fljótt, að hitta að máli megin-
þorra allra landsmanna. Sú kynning myndi tæplegæ
verða áhrifalaus til lengdar.