Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Page 11

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Page 11
Framtíðarmenning1 — samvinnumenningv - Inngangsorð. I mörgu gjöldum við íslendingar fátæktar og fá- mennis, og ekki síst í því, sem þó er ekkar metnaður — bóklegri þekkingu og iestrarvísindum. Allir erum við sammála um það, að við séum menningarþjóð frá fornu fari, og séum líka, eða viljum vera, menningarþjóð - nýjum stíl, sjálfsagt að fylgjast með tímanum af veikí um mætti. Og þótt landið okkar sé Tcotriki, og kanske einmitt því fremur, sjálfsagt að taka stórþjóðirnar til fyrirmyndar og reyna með rögg og alvöru að hressa kotið við. En nú getur margt skeð, sem geri okkur hikandi á framfarabrautinni; þarna eru þá t. d. stórþjóðirnar að berjast, drepa menn, brenna, eyðileggja. Ilvað er þetta, hvað kemur til? Jú, það eru bannsettir Rússar og Englendingar, segja Þjóðverjar. Nei, morðtryldir Prússar — Húnar, if you please, segja þá Bretar. Það er eitthvað dottið ofan yfir okkur. Eitt er okkur þó ljóst: að við viljum ekki berjast þótt stór- þjóðirnar geri það. Verst að menningarþjóðirnar skuli gera það. Já, en Þjóðverjar voru neyddir til, þeir eru einlægt eitthvað svo ósiðaðir þessir Rússar. Menning nútímans er ekki runnin þeim i merg og né blóð. Þeir eru eiginlega Asíumenn. En Bretar og Frakkar, eru-. þeir kannske ósiðaðir hka? Og Þjóðverjar?

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.