Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Síða 15

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Síða 15
I 153 íþroska samvinnunnar, trú á hana og mátt hennar — tfrú bræðralagsins. Að lokum skal þess getið, að þótt höfundur þess- ara greina geri ráð fyrir allmikilli þekkingu lesenda •sinna í ytri sögu mannkynsins, einkum á síðustu öld, þá þótti mér sem þýðanda ekki ástæða tii að lengja þetta mál með skýringum. En þess er að minnast, að greinarnar eru ritaðar 3 árum fyrir stríðið mikla, sem nú fyllir hvers manns hug. En það breytir þó engu um gildi greinanna — að eins að það er nú fram kom- ið, sem höfundur sá fyrir. Og þrátt fyrir alt, sem yfir hefir dunið á þessum voðalegu tímum, þrátt fyrir sár vonbrigði, hryggilega niðurlægingu og vanvirðu fornra og nýrra helgidóma mannkynsins, verður því ekki neitað, að ófriðurinn hefir unnið nauðsynja starf: hann hefir neytt menn til að hugsa. Og hugsunarhátturinn er breyttur nú í ófrið- arlokin. í stað stórvelda-hringanna, sem myndaðir voru til að heyja strið og verjast, heyruin við nú ráðgert að stofna nýtt stórveldabandalag til að Tcoma í veg fyrir að styrjaldir rísi. Ofriðurinn hefir kent mönnum svo margt. A degi reynslunnar hefir það komið í ljós hvað heilbrigt var réttmætt í samfélaginu og hvað fals var og sjónvilla. Kenningin um »frjálsuc samkepnina hefir fengið sinn dauðadóm. Ófriðurinn hefir hvolft potti sinum yfir svo margt. Við höfum líka séð hvert það leiðir, að fela mesta velferðarmál þjóðarinnar, verzlunina, mönnum, sem cngum þurfa að standa reikningsskap, og ekkert að- hald hafa frá hálfu þjóðfélagsins í starfi því, er þeir reka þjóðarinnar vegna — og skamta sér sjálfum laun Jyrir. Neyðin er bezti kennarinn, bara svo dýr. Á neyðarárunum kom loks í Ijós skekkjan í 'viðskiftahættinum, sem við höfðum átt við að búa,

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.