Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Síða 17

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Síða 17
155 tengd óleysanlega á annan og langtum nánari hátt. Eftirfarandi greinargerð á að sýna, að lamandi vig- búnaðarfjáraustur vorra tíma hlýtur, samkvæmt réttu eðli hlutanna, að fylgja því fyrirkomulagi, sem nú ræð- ur alþjóðaviðskiftunum, og að hvorttveggja, hernaðar- hyggjan (militarism) og alþjóðaviðskiftin (með þeim hætti sem nú er) hljóta að hafa í för með sér þau mannfélagsmein, er ægja menningarþjóðum vorrar ald- ar sömu hörmulegu afdrifunum og jafnan hafa fyr eða síðar yfirstigið allar hinar fyrri menningarþjóðir. íjt Eitt það, sem vekur mesta eftirtekt í hinni miklu bók Herberts Spencers, um félagsfrœði, er skifting hans á þegnfélögunum í tvo gagnstæða einkunnarflokka, sem að mestu svara til tveggja þroskastiga sögunnar: hinn herskáa flokk og hinn friðsama starfræknisflokk. Hvor þessi flokkur hefir sitt sérstaka snið, enda þótt hvorug- ur sé til alveg óblandinn. Öll þegnfélög, sem einkum eru sniðin til hernaðar, auðkennast af bundinni, lög- skipaðri samvinnu, eindregnu stjórnskipulagi, og mjög takmörkuðu einstaklingsfrelsi: stjórnarvalds-aðhaldi öllu megin. Aftur auðkennast iðnstarfa-þegnfélögin af dreifðu stjórnarvaldi og miklu 3jálfræði í viðskiftum og samningum. Frelsi hvers til að haga starfi sínu eftir eigin^ einkavild (voluntary Co-operation). I skjótu bragði er ekkert skilmerkilegra en þetta andstæðis-álit H. Speneers, sem á hvilir öll hans um- sögn um sögu liðinnar og verandi tíðar. Það sem fyrir honum vakti var þver-andstaða þegnfélags, sem á her- ránum lifir, og þegnfélags, er lifir á friðsamri atvinnu. Engin andstaða getur verið meiri né gieggri. Félags- einkenning H. Spencers er á þessu, sem annars, mjög samkvæm draumi Cobdens og Brights um frjálsa verzl- un og fullan frið. Sömu sögurökin, er gátu af sér ensku fríverzlunina, leiddu og í ljós hina algildu þjóð- hagfræði og félagskenningakerfi H. Speneers.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.