Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Síða 21
159
trygni: Aljrjóðafriðurimi mundi koma sem stairfs- og
viðskiftafriður.
En því meiri urðu vonbrigðin, einkum á Englandi,
yfir styrjöldum þeim, sem ráku hver aðra nærri upp-
rofslaust á árunum eftir 1850. Justin Mc Carthy segir
í bók sinni, er áður getur, að alþjóðasýningin í Lund-
únum, 8em átti að verða upphaf nýrrar friðaraldar,
mætti öllu fremur teljast lokahátíð undangengins frið-
artímabils. Það mætti segja, að síðan »hafi heimurinn
ekki haft einnar viku frið«. Stjórnarbylting Napóleons
III, er hann braust til keiaaradóms á Frakklandi, Krím-
stríðið, uppreisnin á Indlandi, stríðið á Italíu, þræla-
stríð Ameríku, Garibalda-styrjöldin, ófriðurinn í Mexicó,
Slésvíkur8tyrjöldin seinni, ófriðurinn milli Prússa og
Austurríkis, fransk-þýzka styrjöldin o. fl. o. fl, alt til
Búa-styrjaldanna og ófriðarins mikla milli Rússa og
Japana.
Enginn varð þó fyrir meiri vonbrigðum en Herbert
Spencer. Hann hafði sannað í æskumóði sínum, í fyrsta
meiri háttar riti sínu, Social Statics, að siðþroskun
ínannkynsins væri eðlisnauðsyn. Honum varð æ þyngra
í skapi, ekki að eins vegna þessa bálks nýrra, hræði-
legra styrjalda, heldur og vegna þess, er hann nefndi
afturhvarf til siðleysis hinnar hergjörnu þjóðeinkunnar.
Ekki lét hann sízt í Ijósi gi’emju sína yfir stórfeldum
landaukum og vaxandi hernaðarhug hins brezka ríkis.
í bók, er hann gaf út árið áður en hann dó, talar
hann um »pólitiskan innbrotsþjófnað« landa sinna í
öðrum heimsáll'um. í þriðja og síðasta bindi sinnar
miklu bókar um undirstöðuatriði þegnfélagsfræðinnar
minnist hann með beiskju á nærfelt stöðugan vöxt
brezka ríkisins. »Aðferðin er ógn einföld«, segir hann.
»Fyr8t sendum við biblíur og síðan bombur — sprengi-
kúlurU Annars gleymdi Spencer mjög mikilsverðum
tengilið milli biblíanna og bombanna, sem sé baðmull-
artói. Fórnfúsir trúboðar koma með gjöfum og guðs
11*