Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Síða 27
165
þann gróða, er þeir telja sér lífsskilyrði. Að áhættu--
tafiið skuli vera svo afar alment meðal slíkrar starfs-
þjóðar og Breta — og það auk heldur meðal daglauna-
manna, — stafar að nokkru leyti af þvi, að fjöldi manna
með ákafa nautnaþrá sér sér ekki annan löglegan veg
til að komast yfir auð fjár en þann örlitla möguleika,
að vinna mikla fjárhæð í happdrætti eða veðmáli.
En þetta er ekki nema önnur hliðin á náttúru
áhættutaíisins. Hin hliðin er andlegu æsingaráhrifin af
tafli um mikið fé. Nú, þegar stéttamunurinn fær í
hendur fáeinum mönnum ráð á stórfé til munaðarlífs,
og þessi fámenni fiokkur setur með dæmi sínu hámark
sérstakrar fullsælu, og fyllir ímyndun hinna stéttanna
tryllandi myndum af hamingju auðmannanna, þá virð-
ist það skýra sig sjálft, að stéttamunur sá, er nú ræð-
ur, stuðlar mjög að feykna utbreiðslu áhættutafis meðal
allra stétta þegnfélagsins.
Þótt traustir og efnaðir kaupsýslumenn reyni kann-
ske oftast að draga sem mest úr áhættutaflinu (innan
síns starfsviðs), þá má samt kallo, að það fyrirkomu-
lag alþjóðaverzlunar, er nú ræður, eigi sinn þátt í stór-
feldri útbreiðslu áhættutaflsins, vegna þess efnalega
ójafnaðar, er því fylgir. Og því sök í óarðgæfum eða
öllu fremur arðrýrandi frumþætti í þjóðhagfræði vorrar
aldar.
En af tveimur eyðandi frumpörtum þjóðráðsmensku
vorrar aidar er ekki mest vert áhættutafiið, lieldur bar-
áttan. Alþjóðaverzlunin á núverandi mynd sinni er
kynlegt sambland starfsemi og baráttu — arðaukandi
og arðrýrandi starfs.
Auk þess að vera framleiðslustarf er alþjóðaverzl-
unin hrífandi baráttutafi, þar sem um er að gera að
gera að nota sér hnefaréttinn með öllu löglegu móti
(og ólöglegu þá líka), og tryggja sér með einhverjum
ráðum efnalegt ofurvald.
Að sjálfsögðu hefir hvorki þjóðmegunar- né félags--