Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Síða 28

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Síða 28
166 íræðingum sést yfir áhættutafls- eða baráttu-eðlisþátt þjóðhagfræði vorra daga. Frjáls kappleikur eða frjálst kapphlaup um fé (ef kapphlaup að ójafnri aðstöðu má kallast frjálst), og »látum svo fjandann (eða hreppinn) hirða þann, er síðastur verður«, eins og Garlyle sagði — þetta er rótgróin hugmynd manna um fjárefnaskipulag nútímans. 0g við baráttuna milli keppinauta bætist svo stéttabaráttan milli vinnulýðs og vinnuveitenda, sem oft hefir stórkostnað í för með sér. Skýrt tákn herskipulagsins í baráttutafli alþjóða- viðskiftanna eru hinir miklu trusts eða hringir, sem reyna með stórfeldum samtökum að tryggja sér ein- okun á framleiðslu einhverrar lifsnauðsynjar, t. d. stáls eða steinolíu, og ná þannig valdi á neytendum. Sem dæmi má nefna stálhring Bandaríkjanna (steeleorporation), sem nú veitir atvinnu 210,000 mönnum og fékk í tekj- ur 1907 2820 miljónir króna — næstum jafngildi alls þjóðarauðs Norðmanna að peningatali. Reynist það nú, auk heldur meðal sjálfra hinna hvítu þjóða — t. d. með einokunarhringina miklu — að fyrirkomulag alþjóðaviðskiftanna hafi í sér falinn baráttufrumþátt, og þar með kúgun og fjárflettingu, þá kemur sá hernaðar-frumþáttur enn skýrar í ljós í at- ferli alþjóðaviðskiftanna í Asiu og Afríku, er þau færa þar út kviar sínar. Ljóst dæmi er sú aðferð, er hinar hvítu þjóðir beittu til að kúga »fríverzlun« sina — meðal annars ópíumverzlun — á Kinverja. Og svo hvernig þær notuðu sér uppreisn Kínverja 1900, gegn skifting þeirra á landinu í xhagsmunasvæðL1), til að svæla undir sig enn meiri yfirráð í landinu. Háttalagið í Kina hefir á sér einkunnarmark at- ferlis Norðurálfumanna við heimsundirokun þeirra. ‘) Þar sem hver þjóð fékk ákveðinn hluta landsins til aö reka sina verzlun við. A. þ.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.