Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Blaðsíða 31

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Blaðsíða 31
169 meina, er dregið hafa dáð og dug úr hinum fyrri menn- ingarþjóðum, og að varna eða vinna gegn þeim meinum. Það, sem hin ungu vísindi endurreisnar tímans (renaissance) dreymdi um: konungsvald mannsins yfir náttúruöflunum — það hafa vísindi 18. og 19. og áO.) aldar gert meir og meir að staðhöfn. En mesta og örð- ugasta viðfangsefnið er enn óleyst: að gera vísindin um þegnfélagið og alt menningarlíf mannanna að raun- hæfum vísindum. Að öllum líkum munu örlög menningarþjóða Norð- urálfu ríða á þvi, að þessi vísindagrein, hin mannfélags- lega aðhlynning og læknislyf, komi ekki um seinan — líkt og læknir til deyjandi manns. Norðurálfuþjóðirnar eru á veg komnar að leggja heiminn undir sig, en með því móti að glata sjálfum sér — andlegum og líkamlegum þrótti sinum og heil- brigði. Það sem engum hinna fyrri heimsdrotna hefir lánast, hefir Norðurálfuþjóðunum tekist næstum: að leggja allan heim undir sig. En sama pestin, sem hrifið hefir alla fyrirrennara vora, hefir nú tekið oss. Víða heyrast þær kvartanir, að öld vor sé tekin að líkjast rómverska keisaratiman- um. Ekki sízt á Englandi. Að visu eru Bretar enn ein þróttmesta og hæfasta þjóð heimsins. En þrátt fyrir það varð enska stjórnin fyrir nokkrum árum að skipa nefnd til rannsóknar því, hvort talsverður hluti þjóðarinnar væri að glata lífsþrótti sínum. Og niður- staða þeirrar nefndar var alt annað en glæsileg. Gæt- inn þjóðhagfræðingur, Alfred Marshatt, talar i lok rits síns um frumreglur þjóðhagfræðinnar um »hið mikla átumein) er gagntaki allan þjóðlikamann«, sem sé botn- dregg þá af starfsóhæfum og starfsfráhverfum úrhrök- um, er æ vaxi og safnist fyrir, einkum i borgunum. Marshall vonav, að þessi mannflokkur gangi til þurðar, en játar þó, að bráðra bóta þurfi við þessu þjóðarmeini. Franeis Galton, hinn nýlátni enski brautryðjandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.