Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Page 36

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Page 36
174 Hér á landi eru iiesí þau félög, sem kölluð eru> kaupfélög, sambræðsla úr pöntunar- og kaupfélögum. í mörgum þeirra er bæði »jaantað* og »verzlað«, Og þó það sé nú ekki gert, þá er fyrirkomulag þeirra þannig, að það er oft erfitt að segja um þetta eða hitt félagið, hvort það sé kaupfélag eða pöntunarfélag. Að því leyti eru þau öll kaupfélög, að á ársverzl- uninni verður ágóði eða arður. Þessum arði — verzl- unararðinum — skiffca svo öll félögin í tvo hluta, legst annar þeirra við ódeilanlegar sjóðeignir félagsins (stofn- sjóð, varasjóð, byggingarsjóð, fræðslusjóð o. s. frv.), en hinum hlutanum er skift milli félagsmanna, í beinu hlutfalli við viðskifti þeirra. Að öðru leyti mun skift- ing arðsins mjög misjafnlega fyrir komið. Þannig er t. d. misjafnt, hve mikill Tiluti árságóðans er lagður í ódeilanlega sjóði, sem eru sameign allra félagsmanna, og misjafnt hverjir þeir sjóðir eru. Sömuleiðis er mis- jafnt, hvernig sá hlutinn, sem út er borgaður til félags- manna, er borgaður. Ung félög, sem eiga litla sjóði og hafa lítið veltufé, borga hann oft út i »stofnbréfum«,. en eldri félög borga hann aftur beint út í peningum eða inn8krift í reikninga félagsmanna. Þegar ágóðan- um er skift á stofnbréf, þá lána félagsmenn i raun og veru félaginu verzlunarágóða sinn, en fá í staðinn skír- teini fyrir því, hve mikið þeir eiga í félagssjóði, og svo árlega rentur af því eftir þvi, sem félagsmenn ákveða. Þegar eitt kaupfélag hefir á þennan hátt aflað sér nægs veltufjár, þá borgar það auðvitað út allan þann hluta verzlunarágóðans, sem ekki er ákveðið að leggja við ódeilanlega sjóði félagsins. Heimavistarfélög skólanna munu nú öll verzla við* kaupmenn, og stundum hefir heimavistarfélag Hóla- sveina verzlað beint við stórkaupmann (Garðar Gísla- son), og hefir þá Sig. Sigurðsson skólastjóri pantað vör- urnar frá G. G. fyrir hönd félagsins.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.