Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Side 37

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Side 37
175 Hverjar orsakir liggja til þess, að heimavistarfélög- in hafa til þessa verzlað við kaupmenn en ekki kaup- félög, skal eg láta liggja milli hluta. Stundum kunna skólastjórar skólanna að ráða nokkru þar um, og stund- um kann að sýnast svo sem lægst tilboð um vörur komi frá kaupmönnum. Heimavistarfélögin hafa sem sé oft haft þann sið, að bjóða út viðskiftin við sig. Kaupmenn, sem ráða sjálfir verði á vörum sínum og oft selja Pétri o" Páli sömu vöru með misjöfnu verði, geta þá sett ákveðið verð á vöru sina, en það geta kaupfélögin ekki. Það getur sagt hvaða verð sé á vör- unni, en það verð er eins fyrir alla. í fijótu bragði sýnist því stundum kaupmannsverðið lægra, en þegar árið er liðið og verzlunararður kaupfélagsins er borg- aður út verður raunverulega verðið í kaupfélaginu œtíð lœgra. Þetta athuga raatarstjórarnir sjálfsagt ekki alt af, enda eru þeir ætíð ungir menn og litt reyndir í verzl- unarmálum. Enn kunna fieiri ástæður að liggja til þess, að heimavistarfélögin verzla ekki við kaupfélögin heldur við kaupmenn, en þær verða ekki raktar hér. En hitt vil eg aftur fullyrða, að það er illa farið, og að það væri hagur bæði fyrir kaupfélögin, skólana, heimavist- arfélögin og þjóðina, ef heimavistarfélög skólanna verzl- uðu eingöngu við kaupfélögin. Að þessu vildi eg þá reyna að leiða rök, en til þesa að menn skilji mig verð eg þó fyrst og fremst að minna á það, sem þegar er sagt, að eg geng út frá því, að skólasetrin séu föst, og það að eg geri ráð fyrir, að félagið fengi að verzla við kaupfélagið eins og ein- staklingur með áframhaldandi árlegum viðskiftum. Heima- vistarfélagið kæmi þá til með að eiga hlut í ódeilan- legum sjóðum félagsins og í stofnsjóði, ef árságóðinn væri borgaður i stofnbréfum, og yxi sá hluti eftir þvi, 12*

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.