Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Page 39
177
yrða, að það hefði ætíð hag af því að verzla við kaup-
félög, 8amanborið við það, ef það verzlaði við kaup-
menn.
Þess mun varla dæmi, að vöruverð i kaupfélagi hafi
orðið hœrra en hjá Tcaupmanni á sama stað og sama tíma,
og þar sem pantað er, er verð i pöntun œtíð lœgra en
hjá kaupmanninum.
Síðan 1911 er inér kunnugt um vöruverð hjá kaup-
félagi Eyfirðinga og kaupmönnum á Akureyri, hjá kaup-
félagi Borgfirðinga og kaupmönnum í Borgarnesi, hjá
»Heklu« og kaupmönnum á Eyrarbakka, og frá Blöndu-
ósi hefi eg við og við fengið vitneskju um verðið fyrir
austan og vestan ána. Með því að athuga verðlag í
öllum þessum félögum og verzlunum og bera það sam-
an hefi eg fundið það, að verðlagið í hinum ýmsu kaup-
túnum er misjafnt, en verðlagið hjá kaupmönnum og
kaupfélagi á sama stað er oftast líkt, og þegar munur
er, þá er hann kaupfélögunum í vil.
Sem dæmi skal eg hér tilfæra verð á 100 pd. af
rágmjöli i einu af áðurnefndum kauptúnum.
Árið I pöntun hjá í verzlun hjá Hjá kanpmanni
kaupfélagi kaupfélagi á sama st&ð og tima
1913 9,20 9,50 9,55
1914 8,55 9,50 9,50—15,75
1915 15,68 16,15 16,15
1916 14,44 15,20 15,75
1917 23,80 25,00 25,00
1914 er verðið hjá kaupmanni þeim, sem hér er
miðað við, sett tvenskonar, og kemur það af því, að
síðari hluta sumarsins var það hækkað upp í kr. 15,75
hjá kaupmanninum, en ekki hjá kaupfélaginu.
Af þessari reynslu þori jeg að fullyrða, að heima-
vistarfélögin hefðu aldrei skaða — þyrftu aldrei að kaupa
sér í óhag — af að verzla við kaupfélögin, og ef þau
pöntuðu, mundu þau altaf hafa augljósan hag af því.
En þótt þau gætu það ekki, heldur yrðu að verzla við