Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Síða 44
iþjóðargróða ef menn á unga aldri kyntust samvinnu-
félagsskap, en það mundu allir félagar heimavistanna
gera, ef þeir verzluðu við kaupfélögin. Hverja þýð-
ingu slik kynning kynni að hafa er oft erfitt að segja,
• en við kaupfélagsmenn erum ekki í vafa um, að hún
yrði blessunarrík fyrir þjóðina.
I öðru lagi fengist með því trygging fyrir þvi, að
mest af verzlunararðinum, sem fram kæmi við verzlun
heimavistarfélaganna, yrði inni í landinu og gerði þar
gagn, sumt sem hluti af ódeilanlegum sjóðum kaupfé-
lagsins, en sumt:
með þvi að lækka árlegan kostnað nemenda við
skólann, ef árságóði verzlunarinnar væri borgaður út
• og gerður að árlegu eyðslufé i heimavistarfélaginu,
eða með því að mynda sjóð við skólann, sem styddi
að þvi, að gera hann sjálfstæðari og betri, (ef árságóð-
inn af verzluninni væii lagður í sjóð).
Væri aftur verzlað við kaupmann, gæti hann verið
útlendingur eða leppur fyrir útlending, og þó verzlun-
in væri innlend gæti verzlunararðurinn vel með títn-
anum orðið útlendur, þar sem allur verzlunararðurinn
safnaðist þá fyrir hjá einum manni.
Enn munu margir líta svo á, að það væri ekki
þýðingarlaust, ef á þennan hátt gætu myndast sjóðir,
■sem gerðu skólana sjálfstæðari, án þess þó að auka út-
gjöld nemendanna við skólana um einn eyri fram yflr
það, sem nú er.
Margt fleira mætti benda á i þessu sambandi, en
það verður nú ekki gert hér. Eg hefi farið eins stutt
út í samanburð á verzlun kaupmanna og kaupfélaga
og eg gat, en hefi á hinn bóginn aflað mér töluverðu
af viðskiftareikningum ýmsra, bæði við kaupfélög og
kaupmenn, og get gert þann samanburð gleggri eða
■ eins fyrir flestar aðrar nauðsynjar og hér að framan
•er gert með rúgmjölið.
En sá samanburður ytði ekki kaupmönnum i vil,