Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Blaðsíða 46
Sættargerð.
Mikið hefir verið talað um stéttaríg hér á landi á
síðustu árum. Sumir menn og sum blöð hafa mjög
átalið andstöðu stéttanna, og það ekki sizt þeir aðilar,.
sem einna mest hafa alið á deilunum.
Fullkominn friður innanlands er tæplega æskilegur.
Til þess að fá þann frið, yrði þjóðin að vera sofandi.
Andstæður innbyrðis er að nokkiu leyti vottur um lífs-
mark, þar sem deilt er um eitthvað verulegt, sem skoð-
anir hljóta að vera skiftar um. En hitt er verra, þegar
kröftunum er sundrað til einskis. Deilt til að deila.
Það er hættulegt.
Eðlileg andstæða er t. d. alt af milli vinnuseljanda
og vinnukaupanda. Annar vill seija dýrt, það sem
hinn vill fá ódýrt. Af þessu leiðir hin eilífu Hjaðninga-
víg milli auðmanna og öreiga. Þeir líta svo á að annars
líf sé hins dauði. Þeir berjast um yfirráð sama hlut-
arins — auðsins. Það sem er annars gróði, telur hinn
vera sitt tjón.
Það er þess vegna ekki undarlegt, þó að hinn öri
samdráttur auðsins hér á landi á síðustu árum hafi orðið
tilefni umfangsmikillar deilu milli stóratvinnuveitenda
og verkmanna. Þar er eitthvað um að deila. Og friður
milli þeirra stétta getur tæplega skapast, nema undir
gerbreyttum kringumstæðum.
En stundum virðist kali milli stétta á litlu bygður
t. d. milli landbænda og sjávarbænda, milli alþýðu í.