Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Page 50
188
^rétta átt. Framkværadir í stórum stíl er lika örðugar
vegna þess, að mestöll flsksala er í kaupmannahöndum.
En þegar samvinnuhreyfingin er búin að festa rætur
við sjávarsiðuna, sem væntanlega verður innan skamms
fer þetta að verða auðveldara.
Við það eru tveir kostir. Fyrst það, sem nú hefir
verið ádrepið, að sannvirðið yrði sá grundvöllur, sem
sættagerð tveggja stærstu stéttanna í landinu yrði að
byggjast á. Og í öðru lagi væri hér um verulegt að-
stöðu hagræði að tefla. Tími einyrkjans er orðinn dýr.
Vöruaðdrættir, einkum í sveitum, taka afarmikinn tíma,
ekki einungis flutningarnir heldur líka innkaupin, ef i
marga staði þarf að sækja. Kaupfélögin eru á góðri
leið með að bæta úr þessu. Þau þurfa að geta útvegað
hverjum félagsmanni alt, sem hann þarf til heimilisins.
Þau gera það nú að mestu leyti, einkum með erlendu
vöruna. En þá ætti að vera hægur leikur að bæta við
innlendu framleiðslunui. Sennilega verður þess ekki
langt að bíða, að sérstakir menn taki að sér mikið af
nauðsynjavöruflutningi sveitamanna. Það er annað spor
á framfarabrautinni. Verkskiftingin sparar. Og hér er
vinnuaflið dýrast.
Margt fleira mætti rita um hugmynd þessa til að
gera hana glegri og skýrari. En þess gerist ekki þörf.
Að þessu sinni nægja nokkrir almennir frumdrættir.
En þeir sýna ljóslega að á þessu sviði, sem mörgum
öðrum, hefir samvinnan drjúga yfirburði fram yfir sam-
ikepnina, bæði fyrir einstaklinginn og þjóðina.