Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Page 51

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Page 51
Utan úr heimi. Líklega hefir ekkert land í Evrópu liðið jafnlítið við stríðið eins og Danmörk, Má þakka það tvennu. Fyrst og fremst samvinnufélögunum, sem þar eru í bezta lagi. Varð sú raunin á að þau trygðu félagsmenn ■bezt gegn yfirgangi kaupmanna, fluttu vandaða vöru ■og héldu niðri verðlagi. í annan stað gerði stjórn Dana verulegar tilraunir til að hindra ósvífna gróðabralls- imenn frá að nota sér neyð almennings. Samt eru danskir samvinnumenn engan veginn 'hlýir í garð milliliðanna. Þrátt fyrir alt hafa þeir aflað of fjár á striðsárunum og eflt stórum »hringa« •sína, sem fyrst og fremst stefna að því að koma samvinnufélögum á kné. Eftir því sem verzlun- arhöftin fækka, magnast samkepnin milli auðmann- anna og félaganna, og mun hvorugur þurfa um grið að spyrja, ef illa gengur. Höfuðúrræði samvinnumanna er að verða sjálfbjarga í margskonar framleiðslu. Gæti svo farið að sá hugsunarháttur leiddi dönsku félögin til að gera alvöru úr uratali og »virkja« Lagafoss eystra, ,þ. e. framleiða þar áburðarefni. Sviar sækja drjúgum fram í samvinnuáttina. Þeir ’hafa haldið »námskeið« til að undirbúa tilvonandi starfs- menn félaganna. Sambandsstjórnin hefir ákveðið að gefa út »handbók« fyrir samvinnuráðs-menn, svipaða ,þeirri, sem hinn mikli brautryðjandi dönsku félaganna, 13

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.